„Vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2022 13:30 Tryggvi Snær Hlinason er kandídat í að eiga fyrstu troðsluna í nýrri þjóðarhöll sem formaður KKÍ gerir sér vonir um að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. Vísir/Bára „Sú áætlun sem að ríkisstjórnin er með núna, og ráðherra íþróttamála hefur lagt fram, er þannig að bæði FIBA og við hjá KKÍ treystum því að þetta sé að fara að gerast,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir. Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes. Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes.
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti