Fullyrðingar um að tvíbólusettir smitist frekar standist ekki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2022 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir í nýbirtum pistli sínum að línurit um nýgengi smita á síðunni covid.is þurfi að túlka af varúð. Mikilvægt sé að rýna í samsetningu hópanna sem tölurnar byggjast á. Línuritið er um nýgengi sjúkdómsins hjá börnum og fullorðnum eftir bólusetningastöðu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir skiljanlegt að fólk misskilji línuritið með þeim hætti að hægt sé að álykta sem svo, að áhættan á því að smitast af Covid-19 sé meiri hjá tvíbólusettum en óbólusettum. Það sé þó ekki alveg rétt. „Rétt er að benda á, að hópur óbólusettra er að líkindum verulega minni en notast er við í útreikningum línuritsins. Þannig er töluvert vanmat til staðar í tölum um nýgengi hjá óbólusettum fullorðnum og nýgengið því í raun hærra en birt er,“ segir Þórólfur og bætir við að óvissan geri það að verkum að línuritið þurfi að túlka af varúð. Hér má sjá línuritið umrædda.Covid.is Þórólfur segir að meginskilaboðin í línuritinu séu sú að bólusetningin, og þá sérstaklega aðeins einn eða tveir skammtar, séu ekki að vernda nægilega vel gegn smiti af völdum ómíkron-afbrigðisins. Verndin gegn smiti sé hins vegar góð þegar um er að ræða delta-afbrigðið. „Erlendar rannsóknir og reynsla okkar á Íslandi sýnir einmitt að verndin er fyrst og fremst gegn alvarlegum veikindum af völdum afbrigðisins og þá sérstaklega eftir örvunarskammtinn. Þessi vitneskja á að vera öllum hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Línuritið er um nýgengi sjúkdómsins hjá börnum og fullorðnum eftir bólusetningastöðu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir skiljanlegt að fólk misskilji línuritið með þeim hætti að hægt sé að álykta sem svo, að áhættan á því að smitast af Covid-19 sé meiri hjá tvíbólusettum en óbólusettum. Það sé þó ekki alveg rétt. „Rétt er að benda á, að hópur óbólusettra er að líkindum verulega minni en notast er við í útreikningum línuritsins. Þannig er töluvert vanmat til staðar í tölum um nýgengi hjá óbólusettum fullorðnum og nýgengið því í raun hærra en birt er,“ segir Þórólfur og bætir við að óvissan geri það að verkum að línuritið þurfi að túlka af varúð. Hér má sjá línuritið umrædda.Covid.is Þórólfur segir að meginskilaboðin í línuritinu séu sú að bólusetningin, og þá sérstaklega aðeins einn eða tveir skammtar, séu ekki að vernda nægilega vel gegn smiti af völdum ómíkron-afbrigðisins. Verndin gegn smiti sé hins vegar góð þegar um er að ræða delta-afbrigðið. „Erlendar rannsóknir og reynsla okkar á Íslandi sýnir einmitt að verndin er fyrst og fremst gegn alvarlegum veikindum af völdum afbrigðisins og þá sérstaklega eftir örvunarskammtinn. Þessi vitneskja á að vera öllum hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira