Fullyrðingar um að tvíbólusettir smitist frekar standist ekki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2022 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir í nýbirtum pistli sínum að línurit um nýgengi smita á síðunni covid.is þurfi að túlka af varúð. Mikilvægt sé að rýna í samsetningu hópanna sem tölurnar byggjast á. Línuritið er um nýgengi sjúkdómsins hjá börnum og fullorðnum eftir bólusetningastöðu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir skiljanlegt að fólk misskilji línuritið með þeim hætti að hægt sé að álykta sem svo, að áhættan á því að smitast af Covid-19 sé meiri hjá tvíbólusettum en óbólusettum. Það sé þó ekki alveg rétt. „Rétt er að benda á, að hópur óbólusettra er að líkindum verulega minni en notast er við í útreikningum línuritsins. Þannig er töluvert vanmat til staðar í tölum um nýgengi hjá óbólusettum fullorðnum og nýgengið því í raun hærra en birt er,“ segir Þórólfur og bætir við að óvissan geri það að verkum að línuritið þurfi að túlka af varúð. Hér má sjá línuritið umrædda.Covid.is Þórólfur segir að meginskilaboðin í línuritinu séu sú að bólusetningin, og þá sérstaklega aðeins einn eða tveir skammtar, séu ekki að vernda nægilega vel gegn smiti af völdum ómíkron-afbrigðisins. Verndin gegn smiti sé hins vegar góð þegar um er að ræða delta-afbrigðið. „Erlendar rannsóknir og reynsla okkar á Íslandi sýnir einmitt að verndin er fyrst og fremst gegn alvarlegum veikindum af völdum afbrigðisins og þá sérstaklega eftir örvunarskammtinn. Þessi vitneskja á að vera öllum hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Línuritið er um nýgengi sjúkdómsins hjá börnum og fullorðnum eftir bólusetningastöðu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir skiljanlegt að fólk misskilji línuritið með þeim hætti að hægt sé að álykta sem svo, að áhættan á því að smitast af Covid-19 sé meiri hjá tvíbólusettum en óbólusettum. Það sé þó ekki alveg rétt. „Rétt er að benda á, að hópur óbólusettra er að líkindum verulega minni en notast er við í útreikningum línuritsins. Þannig er töluvert vanmat til staðar í tölum um nýgengi hjá óbólusettum fullorðnum og nýgengið því í raun hærra en birt er,“ segir Þórólfur og bætir við að óvissan geri það að verkum að línuritið þurfi að túlka af varúð. Hér má sjá línuritið umrædda.Covid.is Þórólfur segir að meginskilaboðin í línuritinu séu sú að bólusetningin, og þá sérstaklega aðeins einn eða tveir skammtar, séu ekki að vernda nægilega vel gegn smiti af völdum ómíkron-afbrigðisins. Verndin gegn smiti sé hins vegar góð þegar um er að ræða delta-afbrigðið. „Erlendar rannsóknir og reynsla okkar á Íslandi sýnir einmitt að verndin er fyrst og fremst gegn alvarlegum veikindum af völdum afbrigðisins og þá sérstaklega eftir örvunarskammtinn. Þessi vitneskja á að vera öllum hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira