Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 11:15 Logfræðingar Novaks Djokovic segja að tenniskappinn hafi greinst með kórónuveiruna í desember og því hafi honum verið veitt undanþága frá bólusetningu. Juan Naharro Gimenez/Getty Images for Lexus Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. Djokovic lenti í Ástralíu í vikunni til að taka þátt í Opna ástralska meistaramótinu, en var meinaður aðgangur að landinu þar sem að landamæraverðir sögðu hann ekki geta sýnt fram á sönnun um bólusetningu gegn kórónuveirunni og að fyrri sýking væri ekki gild ástæða til að koma til landsins án bólusetningar. Djokovic, sem situr í efsta sæti heimslistans í tennis, bíður nú á sóttkvíarhóteli eftir að mál hans verði tekið upp í dómstólum næstkomandi mánudag. Hann hafði áður fengið undanþágu frá bólusetningarskyldu til að taka þátt í mótinu, en sú undanþága olli miklum usla innan ástralsks samfélags, en Djokovic hefur talað gegn bólusetningum. Í dómsskjölum sem birtust í dag segir lögfræðingur tenniskappans að hann hafi fengið tímabundna vegabréfsáritun og læknisfræðilega undanþágu frá bólusetningu við kórónuveirunni frá ástralska tennissambandinu vegna nýlegrar sýkingar. Þá kemur einnig fram í skjölunum að undanþáguskírteinið hafi staðfest að 14 dögum eftir að hafa greinst með veiruna hafi Djokovic ekki verið með hita eða sýnt önnur einkenni Covid-19 seinustu þrjá sólarhringa. A question lingering: if Djokovic was claiming a coronavirus positive in last six months as reason for an exemption, when did he get it?According to BBC, his lawyers say that Djokovic tested positive very recently, less than a month ago, on December 16.https://t.co/w1JBE4vFp8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 8, 2022 Undanþágan var veitt af tveimur sjálfstæðum læknateymum sem ástralska tennissambandið útvegaði, ásamt Victoríuríki þar í landi. Eins og áður segir er Djokivic staddur á sóttkvíarhóteli, en umrætt hótel hefur verið gagnrýnt af þeim sem þar hafa dvalið fyrir slæman aðbúnað. Lögfræðingar tenniskappans hafa því farið fram á að hann verði færður á annað hótel sem myndi gefa honum kost á að æfa fyrir Opna ástralska meistaramótið. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Djokovic lenti í Ástralíu í vikunni til að taka þátt í Opna ástralska meistaramótinu, en var meinaður aðgangur að landinu þar sem að landamæraverðir sögðu hann ekki geta sýnt fram á sönnun um bólusetningu gegn kórónuveirunni og að fyrri sýking væri ekki gild ástæða til að koma til landsins án bólusetningar. Djokovic, sem situr í efsta sæti heimslistans í tennis, bíður nú á sóttkvíarhóteli eftir að mál hans verði tekið upp í dómstólum næstkomandi mánudag. Hann hafði áður fengið undanþágu frá bólusetningarskyldu til að taka þátt í mótinu, en sú undanþága olli miklum usla innan ástralsks samfélags, en Djokovic hefur talað gegn bólusetningum. Í dómsskjölum sem birtust í dag segir lögfræðingur tenniskappans að hann hafi fengið tímabundna vegabréfsáritun og læknisfræðilega undanþágu frá bólusetningu við kórónuveirunni frá ástralska tennissambandinu vegna nýlegrar sýkingar. Þá kemur einnig fram í skjölunum að undanþáguskírteinið hafi staðfest að 14 dögum eftir að hafa greinst með veiruna hafi Djokovic ekki verið með hita eða sýnt önnur einkenni Covid-19 seinustu þrjá sólarhringa. A question lingering: if Djokovic was claiming a coronavirus positive in last six months as reason for an exemption, when did he get it?According to BBC, his lawyers say that Djokovic tested positive very recently, less than a month ago, on December 16.https://t.co/w1JBE4vFp8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 8, 2022 Undanþágan var veitt af tveimur sjálfstæðum læknateymum sem ástralska tennissambandið útvegaði, ásamt Victoríuríki þar í landi. Eins og áður segir er Djokivic staddur á sóttkvíarhóteli, en umrætt hótel hefur verið gagnrýnt af þeim sem þar hafa dvalið fyrir slæman aðbúnað. Lögfræðingar tenniskappans hafa því farið fram á að hann verði færður á annað hótel sem myndi gefa honum kost á að æfa fyrir Opna ástralska meistaramótið.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00
Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51
Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30