Sláandi en ánægjuleg tíðindi leynist í Covid-tölum síðustu daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2022 22:00 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræđideildar Landspítala og professor í ónæmisfræđi viđ læknadeild HÍ, segir að sláandi en ánægjuleg tíðindi birtist þegar rýnt er í Covid-19 tölfræði frá 29. desember til gærdagsins. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis, nú síðdegis, þar sem hann fór snögglega yfir Covid-19 tengda tölfræði. Faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarna daga og vikur, drifinn áfram af ómíkrónafbrigðinu. Nærri tíu þúsund eru í einangrun og yfir þúsund hafa greinst á degi hverjum undanfarna daga. Björn Rúnar segir þó að þegar rýnt sé nánar í tölfræðina komi bæði merkilegar og ánægjulegar niðurstöður í ljós „Í fyrsta lagi þá virðist það vera að af þeim sem eru óbólusettir, eru svona 2,4-2,5 prósent sem eru að leggjast inn á spítala. Sem er náttúrulega alltof hátt en það er hins vegar helmingi minna en var á fyrri stigum þannig að við erum að ná greinilega betri tökum held ég á meðferðinni og árangurinn á Covid-göngudeildinni að skila sér þarna,“ sagði Björn Rúnar sem vakti mikla lukku þáttastjórnanda þegar hann greindi frá því að yngsti sonur hans kallaði ómíkronafbrigðið „jólíkron“. Eitt merkilegra en annað Þá sagði Björn Rúnar að ein staðreynd sem birtist í tölunum væri merkilegri en aðrar. „Miðað við þessar tölur sem ég hef verið að rýna í núna þá er innlagnartíðni hjá bólusettum ekki nema 0,2 prósent. Það er tífalt minna heldur en hjá þeim sem eru óbólusettir,“ sagði Björn Rúnar. Með ákveðnum fyrirvara sagði hann einnig líklegt að þessi tala væri enn lægri hjá þríbólusettum. Þetta væru sláandi, en ánægjulegar niðurstöður, samanborið við fyrri bylgjur. „Þeir sem eru þríbólusettir eru lægstir þannig að líklega er innlagnartíðnin hjá þríbólusettum enn lægri heldur en þetta. Þetta eru mjög sláandi niðurstöður en ánægjulegt og þetta er töluvert minna en var hjá bólusettum í fyrri bylgjunum, eiginlega tífalt lægra innlagnarhlutfall. Þetta er miklu miklu lægra heldur en hefur verið að birtast erlendis þannig að við erum greinilega að gera eitthvað gott hérna á Íslandi,“ sagði Björn Rúnar. 52 óbólusettir lagst inn á móti ellefu bólusettum á umræddu tímabili Sagði Björn Rúnar að þetta væri til marks um gildi bólusetningar, tölurnar síðustu níu daga, frá 29. desember, sýndu það svart á hvítu. „Þá eru þetta 5.300 sem eru bólusettir og hafa sýkst en af þeim eru bara ellefu sem hafa lagst inn. Fyrir óbólusetta þá eru þetta 2.200 tæplega sem hafa sýkst. Þið sjáið það að miðað við hlutfallið, bólusettir eru 280 þúsund og þar hafa 5.300 smitast en óbólusettir eru 24 þúsund um það bil og af þeim eru 2.200 sýktir. Þið sjáið hvað hlutfallið er margfalt meira hjá óbólusettum. Það eru 52 á þessu tímabili sem hafa lagst inn á spítalann meðan það eru ellefu á meðal bólusettra,“ sagði Björn Rúnar sem bætti einnig við að langstærsti hluti þeirra sem þarf á gjörgæslu að halda vegna Covid-19 væri óbólusettur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis, nú síðdegis, þar sem hann fór snögglega yfir Covid-19 tengda tölfræði. Faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarna daga og vikur, drifinn áfram af ómíkrónafbrigðinu. Nærri tíu þúsund eru í einangrun og yfir þúsund hafa greinst á degi hverjum undanfarna daga. Björn Rúnar segir þó að þegar rýnt sé nánar í tölfræðina komi bæði merkilegar og ánægjulegar niðurstöður í ljós „Í fyrsta lagi þá virðist það vera að af þeim sem eru óbólusettir, eru svona 2,4-2,5 prósent sem eru að leggjast inn á spítala. Sem er náttúrulega alltof hátt en það er hins vegar helmingi minna en var á fyrri stigum þannig að við erum að ná greinilega betri tökum held ég á meðferðinni og árangurinn á Covid-göngudeildinni að skila sér þarna,“ sagði Björn Rúnar sem vakti mikla lukku þáttastjórnanda þegar hann greindi frá því að yngsti sonur hans kallaði ómíkronafbrigðið „jólíkron“. Eitt merkilegra en annað Þá sagði Björn Rúnar að ein staðreynd sem birtist í tölunum væri merkilegri en aðrar. „Miðað við þessar tölur sem ég hef verið að rýna í núna þá er innlagnartíðni hjá bólusettum ekki nema 0,2 prósent. Það er tífalt minna heldur en hjá þeim sem eru óbólusettir,“ sagði Björn Rúnar. Með ákveðnum fyrirvara sagði hann einnig líklegt að þessi tala væri enn lægri hjá þríbólusettum. Þetta væru sláandi, en ánægjulegar niðurstöður, samanborið við fyrri bylgjur. „Þeir sem eru þríbólusettir eru lægstir þannig að líklega er innlagnartíðnin hjá þríbólusettum enn lægri heldur en þetta. Þetta eru mjög sláandi niðurstöður en ánægjulegt og þetta er töluvert minna en var hjá bólusettum í fyrri bylgjunum, eiginlega tífalt lægra innlagnarhlutfall. Þetta er miklu miklu lægra heldur en hefur verið að birtast erlendis þannig að við erum greinilega að gera eitthvað gott hérna á Íslandi,“ sagði Björn Rúnar. 52 óbólusettir lagst inn á móti ellefu bólusettum á umræddu tímabili Sagði Björn Rúnar að þetta væri til marks um gildi bólusetningar, tölurnar síðustu níu daga, frá 29. desember, sýndu það svart á hvítu. „Þá eru þetta 5.300 sem eru bólusettir og hafa sýkst en af þeim eru bara ellefu sem hafa lagst inn. Fyrir óbólusetta þá eru þetta 2.200 tæplega sem hafa sýkst. Þið sjáið það að miðað við hlutfallið, bólusettir eru 280 þúsund og þar hafa 5.300 smitast en óbólusettir eru 24 þúsund um það bil og af þeim eru 2.200 sýktir. Þið sjáið hvað hlutfallið er margfalt meira hjá óbólusettum. Það eru 52 á þessu tímabili sem hafa lagst inn á spítalann meðan það eru ellefu á meðal bólusettra,“ sagði Björn Rúnar sem bætti einnig við að langstærsti hluti þeirra sem þarf á gjörgæslu að halda vegna Covid-19 væri óbólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira