Alríkislögreglan líklega búin að ráða stóra ráðgátu innan bókmenntaheimsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2022 08:12 Margaret Atwood, höfundur Tha Handmaid's Tale, var meðal fórnarlamba svikahrappsins. epa/Facundo Arrizabalaga Það kann að vera að ráðgáta sem hefur plagað bókmenntaheiminn í nokkur ár sé loks leyst en bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa gabbað umboðsmenn og útgáfufyrirtæki til að senda sér handrit að óútgefnum bókum. Hinn 29 ára Filippo Bernardini, ítalskur starfsmaður breska útgáfurisans Simon & Schuster, var handtekinn á John F Kennedy-flugvellinum í New York í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir svik og fyrir auðkennastuld, sem hann er sagður hafa stundað til að afvegaleiða hundruðir einstaklinga og komast yfir óútgefin ritverk og uppköst. Leiða má líkur að því að lögregluyfirvöld gruni að Bernardini sé að baki stórfelldri svikamyllu sem hefur staðið yfir í um fimm ár, þar sem höfundar, umboðsmenn og jafnvel dómarar Booker-verðlaunanna hafa verið gabbaðir til að senda frá sér handrit bóka sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Meðal verkanna eru meðal annars bækur eftir Margaret Atwood, Sally Rooney og leikarinn Ethan Hawke en íslenskir höfundar hafa einnig orðið fyrir barðinu á bókaþjófnum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í október síðastliðnum. Hinn óprúttni eða hinir óprúttnu aðilar bjuggu til fjölda netfanga þar sem búið var að skipta út bókstöfum til að plata viðtakandann, til að mynda að setja r og n til að koma í stað m; @penguinrandornhouse.com. Það sem vekur athygli er að viðkomandi virðist ekki hafa starfrækt svikamylluna til að græða á stuldinum; enginn var krafinn um lausnargjald né var handritunum nokkurn tímann lekið. Vinnuveitandi Bernardini, Simon & Schuster, er ekki nefndur í ákærum og talsmaður fyrirtækisins segir fregnirnar hafa verið verulegt áfall. Það sé forgangsverkefni útgáfunnar að standa vörð um verk höfunda sinna og fyrirtækið sé þakklátt lögreglu fyrir störf sín. The Guardian greindi frá. Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Hinn 29 ára Filippo Bernardini, ítalskur starfsmaður breska útgáfurisans Simon & Schuster, var handtekinn á John F Kennedy-flugvellinum í New York í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir svik og fyrir auðkennastuld, sem hann er sagður hafa stundað til að afvegaleiða hundruðir einstaklinga og komast yfir óútgefin ritverk og uppköst. Leiða má líkur að því að lögregluyfirvöld gruni að Bernardini sé að baki stórfelldri svikamyllu sem hefur staðið yfir í um fimm ár, þar sem höfundar, umboðsmenn og jafnvel dómarar Booker-verðlaunanna hafa verið gabbaðir til að senda frá sér handrit bóka sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Meðal verkanna eru meðal annars bækur eftir Margaret Atwood, Sally Rooney og leikarinn Ethan Hawke en íslenskir höfundar hafa einnig orðið fyrir barðinu á bókaþjófnum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í október síðastliðnum. Hinn óprúttni eða hinir óprúttnu aðilar bjuggu til fjölda netfanga þar sem búið var að skipta út bókstöfum til að plata viðtakandann, til að mynda að setja r og n til að koma í stað m; @penguinrandornhouse.com. Það sem vekur athygli er að viðkomandi virðist ekki hafa starfrækt svikamylluna til að græða á stuldinum; enginn var krafinn um lausnargjald né var handritunum nokkurn tímann lekið. Vinnuveitandi Bernardini, Simon & Schuster, er ekki nefndur í ákærum og talsmaður fyrirtækisins segir fregnirnar hafa verið verulegt áfall. Það sé forgangsverkefni útgáfunnar að standa vörð um verk höfunda sinna og fyrirtækið sé þakklátt lögreglu fyrir störf sín. The Guardian greindi frá.
Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira