Vinsældir vindmyllunnar komu á óvart og mögulega efni í áramótaskaupið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2022 12:15 Vindmyllan féll með braki og brestum. Vísir Stjórnarformaður félagsins sem átti vindmylluna sem féll í gær segir söknuður að myllunni. Vinsældir sprengingarinnar komu honum á óvart og bíður hann nú eftir því að sjá hvort að verkefnið rati í áramótaskaupið. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli en hún fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, eiganda vindmyllunar sagði að ákveðið hafi verið að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. Ásgeir var sjálfur á staðnum allan tímann í gær og sagði sérstakt að fylgjast með verkefninu. Hann segir að það hafi ekki komið á óvart þó að vindmyllan hafi ekki fallið í fyrstu, annari eða fimmtu tilraun. „Markmiðið var að gera þetta örugglega og án þess að beita óþarflega miklu sprengiefni. Það hefur komið fram að það hefði verið hægt að fella þessa myllu í einni sprengingu með mun meira magni af sprengiefni. Það hefði getað haft slæmar afleiðingar.“ Vinsældir komu á óvart Hann segir að vinsældir sprengingarinnar hafi komið á óvart. „Nei ég átti það nú ekki og eftir á að hyggja þá gleður það að það hafi komið upp umræða og áhugi að fylgjast með þessu. Þetta er óvenjulegt verkefni og hafi fólk haft ánægju af því þá gleður það okkur.“ Ásgeir segir söknuður að vindmyllunni og á hann von á að önnur sambærileg komi í staðinn. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Í ljósi þess að þetta var svona svakalega vinsælt, heldur þú að þetta sé fyrsta atvikið á árinu sem ratar í skaupið? „Hver veit, það er alltaf gaman allt árið að bíða eftir því að sjá hvað kemur í skaupinu.“ „Ég vil nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem komu að verkinu fyrir þeirra framlag sem var afskaplega mikilvægt til að tryggja öryggi við framkvæmd verksins. Það tókst í raun fullkomlega.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli en hún fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, eiganda vindmyllunar sagði að ákveðið hafi verið að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. Ásgeir var sjálfur á staðnum allan tímann í gær og sagði sérstakt að fylgjast með verkefninu. Hann segir að það hafi ekki komið á óvart þó að vindmyllan hafi ekki fallið í fyrstu, annari eða fimmtu tilraun. „Markmiðið var að gera þetta örugglega og án þess að beita óþarflega miklu sprengiefni. Það hefur komið fram að það hefði verið hægt að fella þessa myllu í einni sprengingu með mun meira magni af sprengiefni. Það hefði getað haft slæmar afleiðingar.“ Vinsældir komu á óvart Hann segir að vinsældir sprengingarinnar hafi komið á óvart. „Nei ég átti það nú ekki og eftir á að hyggja þá gleður það að það hafi komið upp umræða og áhugi að fylgjast með þessu. Þetta er óvenjulegt verkefni og hafi fólk haft ánægju af því þá gleður það okkur.“ Ásgeir segir söknuður að vindmyllunni og á hann von á að önnur sambærileg komi í staðinn. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Í ljósi þess að þetta var svona svakalega vinsælt, heldur þú að þetta sé fyrsta atvikið á árinu sem ratar í skaupið? „Hver veit, það er alltaf gaman allt árið að bíða eftir því að sjá hvað kemur í skaupinu.“ „Ég vil nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem komu að verkinu fyrir þeirra framlag sem var afskaplega mikilvægt til að tryggja öryggi við framkvæmd verksins. Það tókst í raun fullkomlega.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16