Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 12:29 Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí. AP/Odelyn Joseph Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. Minnst einn lét lífið og tveir eru særðir eftir skotbardagann, samkvæmt frétt BBC. Glæpagengi í Haítí eru algerlega hömlulaus þessa dagana og stjórna í raun stórum hlutum landsins. Öryggisástandið í landinu hefur versnað til muna frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur á heimili sínu í sumar. Henry tók í raun við völdum í Haítí eftir morðið og hafa forsvarsmenn glæpagengja Haítí krafist þess að hann segi af sér. Sjá einnig: Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Forsætisráðherrann segist ætla að berjast gegn glæpagengjum Haítí. En óljóst er hvernig hann ætlar sér það. Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, nauðguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Var að skrifa nöfn á lista Þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá því Moise var myrtur af mönnum í fylgd með málaliðum frá Kólumbíu, hafa nánast engin svör litið dagsins ljós um morðið. Það á í það minnsta við um yfirvöld Haítí en fregnir hafa borist af því að mögulega tengist morðið uppgjöri glæpamanna vegna smygls fíkniefna til Bandaríkjanna. New York Times sagði fyrir því í síðasta mánuði að Moise hefði verið að gera lista yfir nöfn áhrifamikilla manna sem koma að fíkniefnasmyglinu. Embættismenn sem komu að gerð listans sögðu Moise hafa sagt þeim að hlífa engum og þar á meðal fyrrverandi forseta landsins og öðrum sem komu Moise í embætti. Þennan lista ætlaði Moise víst að afhenda yfirvöldum í Bandaríkjunum. Skömmu áður en hann var myrtur hafði forsetinn einnig gert umfangsmiklar breytingar hjá tollstjóra landsins, lokað höfn þar sem fíkniefni voru flutt, eyðilagt flugvöll sem smyglarar notuðu og hafið rannsókn á fjárþvætti smyglara. Morðingjarnir leituðu á heimili forsetans Martine Moise, forsetafrúin, sagði í viðtali við NYT að meðan hún þóttist látin á gólfi svefnherbergis þeirra hjóna hafi hún hlustað á morðingjana fara um herbergið og leita að einhverju. Að lokum hafi einni þeirra sagst hafa fundið það sem þeir leituðu að áður en þeir flúðu. Hún sagðist ekki hafa vitað hverju þeir hefðu leitað að og fundið. Aðrir embættismenn sem komið hafa að opinberri rannsókn á morðinu sögðu að við yfirheyrslur hefðu nokkrir af málaliðunum sagt að það hefði verið í forgangi að finna þennan lista. Haítí Tengdar fréttir Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07 Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51 Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Minnst einn lét lífið og tveir eru særðir eftir skotbardagann, samkvæmt frétt BBC. Glæpagengi í Haítí eru algerlega hömlulaus þessa dagana og stjórna í raun stórum hlutum landsins. Öryggisástandið í landinu hefur versnað til muna frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur á heimili sínu í sumar. Henry tók í raun við völdum í Haítí eftir morðið og hafa forsvarsmenn glæpagengja Haítí krafist þess að hann segi af sér. Sjá einnig: Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Forsætisráðherrann segist ætla að berjast gegn glæpagengjum Haítí. En óljóst er hvernig hann ætlar sér það. Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, nauðguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Var að skrifa nöfn á lista Þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá því Moise var myrtur af mönnum í fylgd með málaliðum frá Kólumbíu, hafa nánast engin svör litið dagsins ljós um morðið. Það á í það minnsta við um yfirvöld Haítí en fregnir hafa borist af því að mögulega tengist morðið uppgjöri glæpamanna vegna smygls fíkniefna til Bandaríkjanna. New York Times sagði fyrir því í síðasta mánuði að Moise hefði verið að gera lista yfir nöfn áhrifamikilla manna sem koma að fíkniefnasmyglinu. Embættismenn sem komu að gerð listans sögðu Moise hafa sagt þeim að hlífa engum og þar á meðal fyrrverandi forseta landsins og öðrum sem komu Moise í embætti. Þennan lista ætlaði Moise víst að afhenda yfirvöldum í Bandaríkjunum. Skömmu áður en hann var myrtur hafði forsetinn einnig gert umfangsmiklar breytingar hjá tollstjóra landsins, lokað höfn þar sem fíkniefni voru flutt, eyðilagt flugvöll sem smyglarar notuðu og hafið rannsókn á fjárþvætti smyglara. Morðingjarnir leituðu á heimili forsetans Martine Moise, forsetafrúin, sagði í viðtali við NYT að meðan hún þóttist látin á gólfi svefnherbergis þeirra hjóna hafi hún hlustað á morðingjana fara um herbergið og leita að einhverju. Að lokum hafi einni þeirra sagst hafa fundið það sem þeir leituðu að áður en þeir flúðu. Hún sagðist ekki hafa vitað hverju þeir hefðu leitað að og fundið. Aðrir embættismenn sem komið hafa að opinberri rannsókn á morðinu sögðu að við yfirheyrslur hefðu nokkrir af málaliðunum sagt að það hefði verið í forgangi að finna þennan lista.
Haítí Tengdar fréttir Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07 Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51 Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07
Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51
Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11