Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 12:16 Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla. Vísir/Friðrik Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Sjá meira
586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Sjá meira