Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 12:12 Már Kristjánsson. Stöð 2/Sigurjón Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. Kórónuveiran heldur áfram að dreifa sér eins og eldur í sinu. Í gær greindist 1.601 smitaður af covid nítján samkvæmt bráðabirgðatölum, þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví. Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi. „En skýringarnar kunna að vera í því að Íslensk erfðagreining kom inn í þetta í gær og afköst veirudeildarinnar hafa aukist vegna þess að það var bilun. Þannig ég held að við séum að klára það sem hafði safnast upp en engu að síður er þetta talsverð fjölgun sem er uggvænlegt,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldurinn sé í veldisvexti og staðan á Landspítala þyngist dag frá degi. Ekki áhættulaust að stytta einangrun Nú þurfa smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun í stað tíu daga eftir að reglum var breytt. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur skynsamlegt að stytta einangrunartímann niður í fimm daga. Már segir að fara þurfi hægt í þessum efnum. Fólk sem smitaðist af fyrsta afbrigði veirunnar eða Alfa afbrigðinu gat verið smitandi í átta til tíu daga. Það virðist sem svo að þeir sem smitist af ómíkron afbrigðinu smiti þó í styttri tíma. „Ameríska heilbrigðisstofnunin hefur farið niður í fimm daga og það kann að vera skynsamlegt að gera það. Ég held að áhættan, fimm dagar, sjö dagar, sé tiltölulega lítil en hún er ekki núll.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40 Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Kórónuveiran heldur áfram að dreifa sér eins og eldur í sinu. Í gær greindist 1.601 smitaður af covid nítján samkvæmt bráðabirgðatölum, þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví. Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi. „En skýringarnar kunna að vera í því að Íslensk erfðagreining kom inn í þetta í gær og afköst veirudeildarinnar hafa aukist vegna þess að það var bilun. Þannig ég held að við séum að klára það sem hafði safnast upp en engu að síður er þetta talsverð fjölgun sem er uggvænlegt,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldurinn sé í veldisvexti og staðan á Landspítala þyngist dag frá degi. Ekki áhættulaust að stytta einangrun Nú þurfa smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun í stað tíu daga eftir að reglum var breytt. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur skynsamlegt að stytta einangrunartímann niður í fimm daga. Már segir að fara þurfi hægt í þessum efnum. Fólk sem smitaðist af fyrsta afbrigði veirunnar eða Alfa afbrigðinu gat verið smitandi í átta til tíu daga. Það virðist sem svo að þeir sem smitist af ómíkron afbrigðinu smiti þó í styttri tíma. „Ameríska heilbrigðisstofnunin hefur farið niður í fimm daga og það kann að vera skynsamlegt að gera það. Ég held að áhættan, fimm dagar, sjö dagar, sé tiltölulega lítil en hún er ekki núll.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40 Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08