Allt að 72 tíma bið eftir niðurstöðu úr PCR Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 11:52 Löng röð myndaðist við Suðurlandsbraut um jólin. Vísir Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvarnar til að spyrja um niðurstöður sínar úr sýnatöku. Mikið álag sé á stöðvunum og ekkert sem starfsfólk geti gert til að fá niðurstöður fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni sem segir enn fremur að unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Greint var frá því í dag að Íslensk erfðagreining hafi á nýjan leik tekið að sér greiningu á innanlandssýnum. Landspítalinn mun í stað þess einbeita sér að greiningu á sýnum frá landamærum. Alls voru tekin 3.973 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.202 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.061í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta er næstmesti heildarfjöldi sýna sem tekinn hefur hefur verið á þessu ári. Margir úti í kuldanum um jólin Mjög langar raðir mynduðust við Suðurlandsbraut 34 um jólin og þurftu margir að bíða í á annan klukkutíma í miklum kulda eftir því að komast í einkennasýnatöku. Óljóst er hvernig staðan verður á morgun, gamlársdag en þá verður opið frá 8 til 12 í sýnatöku á Suðurlandsbraut. Á nýarsdag verður ekki opið í hraðpróf né í PCR-sýnatöku fyrir ferðalög en opið verður í PCR-einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. Fólk sem er að losna úr sóttkví fær strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldið áður. Búið að grípa til aðgerða til að stytta bið Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá því í gær að vel hafi gengið að taka sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga og tekist að útrýma löngum röðum með breytingum á starfseminni. „Það er alveg hellings aðsókn, meiri en hefur verið, en engin röð því við erum búin að bæta fólki við og breyta. Við erum farin að taka sýni á tveimur stöðum í húsinu,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti við að klukkutíma löng bið í röð væri vandamál sem nú sé úr sögunni. Einnig hefur komið fram að veikindi meðal starfsfólks hafi takmarkað afkastagetu sýnatökunnar yfir jólahátíðina. Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvarnar til að spyrja um niðurstöður sínar úr sýnatöku. Mikið álag sé á stöðvunum og ekkert sem starfsfólk geti gert til að fá niðurstöður fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni sem segir enn fremur að unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Greint var frá því í dag að Íslensk erfðagreining hafi á nýjan leik tekið að sér greiningu á innanlandssýnum. Landspítalinn mun í stað þess einbeita sér að greiningu á sýnum frá landamærum. Alls voru tekin 3.973 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.202 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.061í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta er næstmesti heildarfjöldi sýna sem tekinn hefur hefur verið á þessu ári. Margir úti í kuldanum um jólin Mjög langar raðir mynduðust við Suðurlandsbraut 34 um jólin og þurftu margir að bíða í á annan klukkutíma í miklum kulda eftir því að komast í einkennasýnatöku. Óljóst er hvernig staðan verður á morgun, gamlársdag en þá verður opið frá 8 til 12 í sýnatöku á Suðurlandsbraut. Á nýarsdag verður ekki opið í hraðpróf né í PCR-sýnatöku fyrir ferðalög en opið verður í PCR-einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. Fólk sem er að losna úr sóttkví fær strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldið áður. Búið að grípa til aðgerða til að stytta bið Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá því í gær að vel hafi gengið að taka sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga og tekist að útrýma löngum röðum með breytingum á starfseminni. „Það er alveg hellings aðsókn, meiri en hefur verið, en engin röð því við erum búin að bæta fólki við og breyta. Við erum farin að taka sýni á tveimur stöðum í húsinu,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti við að klukkutíma löng bið í röð væri vandamál sem nú sé úr sögunni. Einnig hefur komið fram að veikindi meðal starfsfólks hafi takmarkað afkastagetu sýnatökunnar yfir jólahátíðina.
Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08
Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04