Erlent

Þrír létust í elds­voða á gjör­gæslu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Eldsvoðinn braust út frá minningarkerti.
Eldsvoðinn braust út frá minningarkerti. Getty Images

Þrír létu lífið á gjörgæslu í Úkraínu eftir að eldsvoði braust út þegar kveikt var á minningarkerti, til minningar þeirra sem látist höfðu úr kórónuveirunni. Fjórir hlutu lífshættuleg brunasár.

Starfsmaður á spítalanum kveikti á kertinu skammt frá súrvefnisvélum og eldinum tókst nær umsvifalaust að breiðast út. Vélarnar, sem mikið hafa verið notaðir í kórónuveirufaraldrinum, geta reynst mjög eldfimar enda nær hreint súrefni geymt í hylkjum vélanna. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Stjórnvöld í Úkraínu harma slysið en tveir létust í eldsvoða á spítala þar í landi fyrr á árinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×