Fyrirgefið orðbragðið, „andskotans“ hræsni sem þetta er! Vilhjálmur Birgisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Vinnumarkaður Alþingi Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun