Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Jón Bjarni Steinsson skrifar 29. desember 2021 14:09 Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun