Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Jón Bjarni Steinsson skrifar 29. desember 2021 14:09 Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar