Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2021 23:19 Sigurdór Sigurdórsson syngur Þórsmerkurljóðið fræga í sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990. Skjáskot/Stöð 2. Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um andlát Sigurdórs og lagið sem sló í gegn árið 1960 þegar hann söng það með hljómsveit Svavars Gests. Þrjátíu árum síðar söng hann lagið fræga í þætti á Stöð 2 með upphafserindinu: „Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María. Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr. María, María, María, María, María, María.“ Sigurdór syngur óðinn til Maríu í sjónvarpsþættinum árið 1990.Skjáskot/Stöð 2. Sigurdór lést á Landspítalanum á öðrum degi jóla, 83 ára að aldri. Í þættinum árið 1990 rifjaði hann upp með Helga Péturssyni þegar hljómsveitin heyrði fyrst Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Það var á skemmtun hjá Ferðafélagi Íslands þar sem Sigurður söng sjálfur ljóðið sem hann samdi við þýskt þjóðlag. Blaðamaðurinn Sigurdór Sigurdórsson merkti greinar sínar jafnan sem S.dór.Úr einkasafni Sigurdór var fjölmiðlamaður mestan sinn starfsferil í hálfa öld, fyrst prentari en síðar blaðamaður við Þjóðviljann, DV, Dag og Bændablaðið, en hann var einnig kunnur fararstjóri og vísnasafnari. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gissurardóttur. Þau eignuðust tvær dætur, þrjú barnabörn og fyrsta langafabarnið fæddist í haust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 og hlýða á brot úr laginu fræga: Hér má sjá fimm mínútna kafla úr sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990 þar sem Sigurdór syngur Þórsmerkurljóð í heild sinni: Andlát Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um andlát Sigurdórs og lagið sem sló í gegn árið 1960 þegar hann söng það með hljómsveit Svavars Gests. Þrjátíu árum síðar söng hann lagið fræga í þætti á Stöð 2 með upphafserindinu: „Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María. Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr. María, María, María, María, María, María.“ Sigurdór syngur óðinn til Maríu í sjónvarpsþættinum árið 1990.Skjáskot/Stöð 2. Sigurdór lést á Landspítalanum á öðrum degi jóla, 83 ára að aldri. Í þættinum árið 1990 rifjaði hann upp með Helga Péturssyni þegar hljómsveitin heyrði fyrst Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Það var á skemmtun hjá Ferðafélagi Íslands þar sem Sigurður söng sjálfur ljóðið sem hann samdi við þýskt þjóðlag. Blaðamaðurinn Sigurdór Sigurdórsson merkti greinar sínar jafnan sem S.dór.Úr einkasafni Sigurdór var fjölmiðlamaður mestan sinn starfsferil í hálfa öld, fyrst prentari en síðar blaðamaður við Þjóðviljann, DV, Dag og Bændablaðið, en hann var einnig kunnur fararstjóri og vísnasafnari. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gissurardóttur. Þau eignuðust tvær dætur, þrjú barnabörn og fyrsta langafabarnið fæddist í haust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 og hlýða á brot úr laginu fræga: Hér má sjá fimm mínútna kafla úr sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990 þar sem Sigurdór syngur Þórsmerkurljóð í heild sinni:
Andlát Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira