Eru launataxtar verkafólks að ógna stöðugleika á íslenskum vinnumarkaði? Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. desember 2021 14:01 Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun