Eru launataxtar verkafólks að ógna stöðugleika á íslenskum vinnumarkaði? Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. desember 2021 14:01 Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun