Spice fer að narta í hælana á kannabisi hjá Foreldrahúsi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 22:20 Sigríður Björk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún segir foreldra áhyggjufulla yfir aukinni neyslu efnisins. Vísir/Sigurjón Aukning hefur orðið á neyslu unglinga á eiturlyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunnskólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nemenda sinna en erfitt er að ná utan um umfang vandamálsins því krakkarnir eiga auðvelt með að fela hana. Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk. Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk.
Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira