Varnarleikur Lakers hvorki fugl né fiskur án Anthony Davis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 19:00 Anthony Davis er frá vegna meiðsla og verður það næsta mánuðinn eða svo. Kevork Djansezian/Getty Images Los Angeles Lakers hefur ekki verið upp á sitt besta í NBA-deildinni í körfubolta á leiktíðinni en eftir að Anthony Davis meiddist nýverið hefur varnarleikur liðsins verið hrein martröð. Lakers hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Síðasti leikurinn sem Anthony Davis spilaði var í 18 stiga tapi gegn Minnesota Timberwolves þar sem Davis spilaði aðeins 20 mínútur, lokatölur þá 110-92. Sá leikur var upphafið á fimm leikja taphrinu sem er ekki enn lokið. Það sem meira er, varnarleikur liðsins hefur verið gjörsamlega hörmulegur í hverjum einasta leik. Að einhverju leyti má eflaust skrifa það á miklar breytingar milli leikja en flest lið deildarinnar eru að glíma við manneklu sökum Covid-19 og mikið af leikmönnum að taka skóna af hillunni eða stíga upp úr G-League til að spila mínútur hér og þar. In the four games since Anthony Davis went down, the Lakers are allowing 116.9 points per 100 possessions, which would be the worst defense in the league for the full season.— Harrison Faigen (@hmfaigen) December 26, 2021 Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ef síðustu fjórir leikir Lakers-liðsins eru yfirfærðir á tímabilið í heild þá væri liðið með lélegustu vörn deildarinnar. Liðið hefur minnst fengið á sig 108 stig í síðustu fjórum leikjum en mest 138, og það gegn slöku liði San Antonio Spurs. Lið Franks Vogel, þjálfara Lakers, hafa alla tíð verið þekkt fyrir góðan varnarleik. Hans helsta verkefni fyrir yfirstandandi leiktíð var að finna rétta blöndu varnarlega þar sem Lakers liðið er komið til ára sinna. Meðalaldurinn er hár og án Davis er vörn liðsins líkt og gatasigti. Lebron James og Frank Vogel þurfa að finna lausn á vandamálum Lakers og það fljótt.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Eftir að fá á sig 115 stig gegn Chicago Bulls fékk liðið á sig 108 gegn Phoenix Suns. Í kjölfarið kom hörmungin geng Spurs áður en Brooklyn Nets (sem var án Kevin Durant, LeMarcus Aldridge og fleiri leikmanna) setti 122 stig í gær. Alls hefur Los Angeles Lakers fengið á sig 483 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur skorað 110 stig eða meira í þremur af þessum fjórum leikjum en það er ljóst að varnarleikurinn er að kosta liðið. Davis verður frá í mánuð hið minnsta og stóra spurningin er hversu langt Lakers fellur niður töfluna án hans. Liðið er sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 16 sigra og 18 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Lakers hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Síðasti leikurinn sem Anthony Davis spilaði var í 18 stiga tapi gegn Minnesota Timberwolves þar sem Davis spilaði aðeins 20 mínútur, lokatölur þá 110-92. Sá leikur var upphafið á fimm leikja taphrinu sem er ekki enn lokið. Það sem meira er, varnarleikur liðsins hefur verið gjörsamlega hörmulegur í hverjum einasta leik. Að einhverju leyti má eflaust skrifa það á miklar breytingar milli leikja en flest lið deildarinnar eru að glíma við manneklu sökum Covid-19 og mikið af leikmönnum að taka skóna af hillunni eða stíga upp úr G-League til að spila mínútur hér og þar. In the four games since Anthony Davis went down, the Lakers are allowing 116.9 points per 100 possessions, which would be the worst defense in the league for the full season.— Harrison Faigen (@hmfaigen) December 26, 2021 Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ef síðustu fjórir leikir Lakers-liðsins eru yfirfærðir á tímabilið í heild þá væri liðið með lélegustu vörn deildarinnar. Liðið hefur minnst fengið á sig 108 stig í síðustu fjórum leikjum en mest 138, og það gegn slöku liði San Antonio Spurs. Lið Franks Vogel, þjálfara Lakers, hafa alla tíð verið þekkt fyrir góðan varnarleik. Hans helsta verkefni fyrir yfirstandandi leiktíð var að finna rétta blöndu varnarlega þar sem Lakers liðið er komið til ára sinna. Meðalaldurinn er hár og án Davis er vörn liðsins líkt og gatasigti. Lebron James og Frank Vogel þurfa að finna lausn á vandamálum Lakers og það fljótt.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Eftir að fá á sig 115 stig gegn Chicago Bulls fékk liðið á sig 108 gegn Phoenix Suns. Í kjölfarið kom hörmungin geng Spurs áður en Brooklyn Nets (sem var án Kevin Durant, LeMarcus Aldridge og fleiri leikmanna) setti 122 stig í gær. Alls hefur Los Angeles Lakers fengið á sig 483 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur skorað 110 stig eða meira í þremur af þessum fjórum leikjum en það er ljóst að varnarleikurinn er að kosta liðið. Davis verður frá í mánuð hið minnsta og stóra spurningin er hversu langt Lakers fellur niður töfluna án hans. Liðið er sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 16 sigra og 18 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira