Talíbanar banna langferðir kvenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 14:31 Ökumönnum hvers kyns farartækja er nú óheimilt að hleypa konum, sem eru einar á langferð og án viðeigandi höfuðslæðu, inn í ökutækin. EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu. Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu.
Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31