„Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvöföldunarhraða ómíkronafbrigðisins vera um tveir dagar, sem er mun hraðari útbreiðsla en sést hefur til þessa. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn hafi greinst fjöldi fólks með kórónuveiruna innanlands í gær, á öðrum degi jóla. Síðustu daga hafi tæplega fimm hunduð manns greinst með veiruna á dag. „Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær, svona fljótt á litið,“ segir Þórólfur. Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent