Sóknarleikur Lemgo í kvöld var vægast sagt slakur. Liðið skoraði aðeins níu mörk í fyrri hálfleik og var sjö mörkum undir er leikurinn var hálfnaður, staðan þá 16-9 Kiel í vil. Síðari hálfleikur spilaðist nær alveg eins og fyrri hálfleikur.
Það er hvað varðar fjölda marka. Heimamenn skoruðu 16 mörk líkt og í fyrri hálfleik á meðan gestirnir skoruðu 10 mörk, lokatölur 32-19.
Bjarki Már var markahæstur í liði Lemgo ásamt Bobby Schagen með fimm mörk. Það var rúmur helmingur marka gestanna.
Kiel er í 2. sæti með 28 stig, fjórum stigum minna en topplið Magdeburg sem á leik til góða. Lemgo er í 7. sæti með 18 stig.