Innlögnum ekki að fjölga Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 11:39 Fjórir eru í öndunarvél vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Innlögnum er ekki farið að fjölga á Landspítala þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Um 1400 manns hafa greinst með veiruna á síðustu þremur dögum en talið er að jákvæðum niðurstöðum fjölgi á næstu virku dögum. Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira