Breska ríkisútvarpið segir frá því að maðurinn sé grunaður um að hafa í óleyfi farið inn á verndað svæði, sem og vopnalagabrot. Þó kemur ekki fram hvers konar vopn maðurinn, sem er nítján ára, var með.
Lögregla segir hann ekki hafa komist inn í neinar byggingar og að hann hafi fundist nokkrum andartökum eftir að hann fór inn á lóðina. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Thames Valley.
Elísabet Englandsdrottning dvelur í Windsor-kastala yfir þessi jól, en kastalinn er um 35 kílómetra frá Buckingham-höll í London, þar sem hún býr. Venjulega dvelst drottningin þó í þriðju fasteigninni um jólin, í Sandringham í Norfolk. Vegna kórónuveirunnar þótti það þó ekki ráðlegt, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.
