Ömurlegt gengi Lakers og Knicks heldur áfram | Sjáðu sýninguna hjá Curry Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 12:00 Stephen Curry var sjóðandi heitur í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Alls fóru 11 leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ömurlegt gengi Los Angeles Lakers og New York Knicks heldur áfram á meðan Stephen Curry skoraði 46 stig í sigri Golden State Warriors. Kemba Walker átti frábæran leik er Knicks mætti Washington Wizards. Því miður fyrir Kemba voru liðsfélagar hans ekki jafn sprækir og Galdramennirnir frá Washington unnu sjö stiga sigur, lokatölur 124-117. Kemba skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Knicks. Þar á eftir kom Julius Randle með 23 stig en hann tók einnig 9 fráköst. Hjá Galdramönnunum voru fimm leikmenn með 15 stig eða meira. Spencer Dinwiddie var stigahæstur með 21 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Lakers tapaði fjórða leiknum í röð er liðið steinlá gegn San Antonio Spurs. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gamalt Lakers-liðið sprakk gjörsamlega í síðasta fjórðung, hann tapaði 33-18 og leikurinn þar með 28 stiga mun, lokatölur 138-110 Spurs í vil. Lakers eru nú komnir undir hið fræga .500 viðmið en liðið hefur nú tapað fleiri leikjum (17) en það hefur unnið (16). Anthony Davis verður frá næsta mánuðinn eða svo og möguleikar Lakers á að komast í úrslitakeppnina eru nú í hættu. LeBron James gerði sitt besta að venju en hann skoraði 36 stig fyrir Lakers. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 30 stig. Keita Bates-Diop skoraði 30 stig á aðeins 27 mínútum í liði Spurs. 30 PTS11-for-11@spurs WA career-high and perfect shooting night from Keita Bates-Diop (@KBD_33) leads San Antonio to victory pic.twitter.com/lEWoQrxhW4— NBA (@NBA) December 24, 2021 Stephen Curry var í jólaskapi er Stríðsmennirnir mættu Skógarbjörnunum frá Memphis. Curry skoraði 46 stig í níu stiga sigri sinna manna, lokatölur 113-104. Alls setti þessi magnaði leikmaður niður 8 þriggja stiga körfur ásamt því að skora úr öllum 12 vítaskotum sínum. Gary Payton II skoraði svo 22 stig í liði Golden State en enginn annar leikmaður liðsins komst í tveggja stafa tölu. Ja Morant var stigahæstur í liði Memphis með 21 stig. Another night, another 40-PT performance from @StephenCurry30 Take a look back at the BEST buckets from his NBA-leading FIVE 40+ PT games this season! pic.twitter.com/yrYriPuoPf— NBA (@NBA) December 24, 2021 Donovan Mitchell skoraði 28 stig er Utah Jazz vann 12 stiga sigur á Minnesota Timberwolves, lokatölur 128-116. Rudy Gobert skoraði 20 stig fyrir Jazz og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Malik Beasley 33 stig á meðan D‘Angelo Russell skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Nikola Jokić skoraði 29 stig og tók 21 frákast í enn einu tapi Denver Nuggets en liðið tapaði að þessu sinni með átta stiga mun gegn Charlotte Hornets, lokatölur 115-108 Hornets í vil. Devin Booker skoraði 30 stig í þægilegum Sigri Phoenix Suns á Oklahoma City Thunder. 30-piece from @DevinBook The #1 in the West @Suns pick up their 5th-straight win behind Devin Booker's 30 PTS, 7 REB and 7 AST! pic.twitter.com/ZYSosGqzph— NBA (@NBA) December 24, 2021 Þá léku hvorki Giannis Antetokounmpo né Luka Dončić er meistarar Milwaukee Bucks lögðu Dallas Mavericks. Önnur úrslit Indiana Pacers 118-106 Houston Rockets Orlando Magic 104-110 New Orleans Pelicans Miami Heat 115-112 Detroit Pistons Atlanta Hawks 98-96 Philadelphia 76ers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Kemba Walker átti frábæran leik er Knicks mætti Washington Wizards. Því miður fyrir Kemba voru liðsfélagar hans ekki jafn sprækir og Galdramennirnir frá Washington unnu sjö stiga sigur, lokatölur 124-117. Kemba skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Knicks. Þar á eftir kom Julius Randle með 23 stig en hann tók einnig 9 fráköst. Hjá Galdramönnunum voru fimm leikmenn með 15 stig eða meira. Spencer Dinwiddie var stigahæstur með 21 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Lakers tapaði fjórða leiknum í röð er liðið steinlá gegn San Antonio Spurs. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gamalt Lakers-liðið sprakk gjörsamlega í síðasta fjórðung, hann tapaði 33-18 og leikurinn þar með 28 stiga mun, lokatölur 138-110 Spurs í vil. Lakers eru nú komnir undir hið fræga .500 viðmið en liðið hefur nú tapað fleiri leikjum (17) en það hefur unnið (16). Anthony Davis verður frá næsta mánuðinn eða svo og möguleikar Lakers á að komast í úrslitakeppnina eru nú í hættu. LeBron James gerði sitt besta að venju en hann skoraði 36 stig fyrir Lakers. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 30 stig. Keita Bates-Diop skoraði 30 stig á aðeins 27 mínútum í liði Spurs. 30 PTS11-for-11@spurs WA career-high and perfect shooting night from Keita Bates-Diop (@KBD_33) leads San Antonio to victory pic.twitter.com/lEWoQrxhW4— NBA (@NBA) December 24, 2021 Stephen Curry var í jólaskapi er Stríðsmennirnir mættu Skógarbjörnunum frá Memphis. Curry skoraði 46 stig í níu stiga sigri sinna manna, lokatölur 113-104. Alls setti þessi magnaði leikmaður niður 8 þriggja stiga körfur ásamt því að skora úr öllum 12 vítaskotum sínum. Gary Payton II skoraði svo 22 stig í liði Golden State en enginn annar leikmaður liðsins komst í tveggja stafa tölu. Ja Morant var stigahæstur í liði Memphis með 21 stig. Another night, another 40-PT performance from @StephenCurry30 Take a look back at the BEST buckets from his NBA-leading FIVE 40+ PT games this season! pic.twitter.com/yrYriPuoPf— NBA (@NBA) December 24, 2021 Donovan Mitchell skoraði 28 stig er Utah Jazz vann 12 stiga sigur á Minnesota Timberwolves, lokatölur 128-116. Rudy Gobert skoraði 20 stig fyrir Jazz og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Malik Beasley 33 stig á meðan D‘Angelo Russell skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Nikola Jokić skoraði 29 stig og tók 21 frákast í enn einu tapi Denver Nuggets en liðið tapaði að þessu sinni með átta stiga mun gegn Charlotte Hornets, lokatölur 115-108 Hornets í vil. Devin Booker skoraði 30 stig í þægilegum Sigri Phoenix Suns á Oklahoma City Thunder. 30-piece from @DevinBook The #1 in the West @Suns pick up their 5th-straight win behind Devin Booker's 30 PTS, 7 REB and 7 AST! pic.twitter.com/ZYSosGqzph— NBA (@NBA) December 24, 2021 Þá léku hvorki Giannis Antetokounmpo né Luka Dončić er meistarar Milwaukee Bucks lögðu Dallas Mavericks. Önnur úrslit Indiana Pacers 118-106 Houston Rockets Orlando Magic 104-110 New Orleans Pelicans Miami Heat 115-112 Detroit Pistons Atlanta Hawks 98-96 Philadelphia 76ers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira