Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. desember 2021 13:01 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikan á 200 manna hraðprófsviðburðum. Undanþágur hafa þó verið veittar fyrir Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens og Jólavinatónleikum Emmsjé Gauta á morgun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir undanþágurnar skjóta skökku við en samtökin hafa ítrekað óskað eftir undanþágum fyrr í faraldrinum sem hefur verið hafnað. „Þær undanþágubeiðnir eru þó ekki sambærilegar við þessar sem nú eru veittar, það er nú rétt að halda því til haga, en minna á að okkur hefur þótt stjórnsýslan í kringum þessar undanþágur stundum hafa verið dálítið sérstök,“ segir Jóhannes. „Varðandi þessar undanþágur sem er verið að veita núna þá sjáum við hins vegar ekki betur en svo að forsendur þeirra gildi alveg jafnt um til dæmis nokkur veitingahús,“ segir Jóhannes. Hann bendir til að mynda á að Þorláksmessa sé sérstakur viðburður sem erfitt reynist að halda síðar. Þá sé fyrirvarinn skammur og ljóst að mörg fyrirtæki verði fyrir tekjutapi, þar á meðal veitingahús. „Það er kannski svona það sem við erum að benda á, að ætli menn á annað borð að fara að veita undanþágur á þessum forsendum, varðandi skamman fyrirvara og annað slíkt, að þá gildir það alveg sambærilega um ýmsa aðra,“ segir Jóhannes. Yfirvöld þurfi að gæta jafnræðis „Það væri kannski eðlilegt að það væri tekið tillit til þess í heildinni, að menn aðlagi reglugerðina þannig að hún annað hvort taki gildi að kvöldi Þorláksmessu eða að það sé settur einhver almennur sveigjanleiki inn í hana, í stað þess að undanþágur séu veittar bara hér en ekki þar,“ segir Jóhannes. Hann gagnrýnir einnig þá röksemdarfærslu að tónleikahald sé öruggara þar sem skráð er í sæti og fólk með grímu. „Það hefur nú verið allur gangur á því, eins og til dæmis Bubbi Morthens hefur bent á undanfarna daga,“ segir Jóhannes og vísar þar eflaust til ummæla Bubba um tónleika Baggalúts á dögunum. „Svo ekki síður það að þegar að 1500 manns er safnað saman í sama rýmið, þó að það sé skipt í hólf, þá eru held ég áhöld um það hvort það sé einhver minni smithætta þar heldur en þegar að fjölskyldu og vinahópar sitja saman við borð í tiltekinni fjarlægð,“ segir Jóhannes. Hann segir ýmsa veitingastaði sem heyra undir samtökin hyggjast sækja um undanþágu fyrir morgundaginn. Einhver fyrirtæki muni sýna fram á það að beðið verði um hraðpróf og áfengisveitingar takmarkaðar. „Ég geri ráð fyrir því að heilbrigðisráðuneytið muni, að jafnræðisreglu stjórnsýslunnar virtri, taka allar þær undanþágubeiðnir sem berist í dag, og mér heyrist að þær verði nokkrar, til afgreiðslu á þeim sömu forsendum og hinar undanþágurnar hafa verið veittar,“ segir Jóhannes. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21. desember 2021 13:11 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikan á 200 manna hraðprófsviðburðum. Undanþágur hafa þó verið veittar fyrir Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens og Jólavinatónleikum Emmsjé Gauta á morgun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir undanþágurnar skjóta skökku við en samtökin hafa ítrekað óskað eftir undanþágum fyrr í faraldrinum sem hefur verið hafnað. „Þær undanþágubeiðnir eru þó ekki sambærilegar við þessar sem nú eru veittar, það er nú rétt að halda því til haga, en minna á að okkur hefur þótt stjórnsýslan í kringum þessar undanþágur stundum hafa verið dálítið sérstök,“ segir Jóhannes. „Varðandi þessar undanþágur sem er verið að veita núna þá sjáum við hins vegar ekki betur en svo að forsendur þeirra gildi alveg jafnt um til dæmis nokkur veitingahús,“ segir Jóhannes. Hann bendir til að mynda á að Þorláksmessa sé sérstakur viðburður sem erfitt reynist að halda síðar. Þá sé fyrirvarinn skammur og ljóst að mörg fyrirtæki verði fyrir tekjutapi, þar á meðal veitingahús. „Það er kannski svona það sem við erum að benda á, að ætli menn á annað borð að fara að veita undanþágur á þessum forsendum, varðandi skamman fyrirvara og annað slíkt, að þá gildir það alveg sambærilega um ýmsa aðra,“ segir Jóhannes. Yfirvöld þurfi að gæta jafnræðis „Það væri kannski eðlilegt að það væri tekið tillit til þess í heildinni, að menn aðlagi reglugerðina þannig að hún annað hvort taki gildi að kvöldi Þorláksmessu eða að það sé settur einhver almennur sveigjanleiki inn í hana, í stað þess að undanþágur séu veittar bara hér en ekki þar,“ segir Jóhannes. Hann gagnrýnir einnig þá röksemdarfærslu að tónleikahald sé öruggara þar sem skráð er í sæti og fólk með grímu. „Það hefur nú verið allur gangur á því, eins og til dæmis Bubbi Morthens hefur bent á undanfarna daga,“ segir Jóhannes og vísar þar eflaust til ummæla Bubba um tónleika Baggalúts á dögunum. „Svo ekki síður það að þegar að 1500 manns er safnað saman í sama rýmið, þó að það sé skipt í hólf, þá eru held ég áhöld um það hvort það sé einhver minni smithætta þar heldur en þegar að fjölskyldu og vinahópar sitja saman við borð í tiltekinni fjarlægð,“ segir Jóhannes. Hann segir ýmsa veitingastaði sem heyra undir samtökin hyggjast sækja um undanþágu fyrir morgundaginn. Einhver fyrirtæki muni sýna fram á það að beðið verði um hraðpróf og áfengisveitingar takmarkaðar. „Ég geri ráð fyrir því að heilbrigðisráðuneytið muni, að jafnræðisreglu stjórnsýslunnar virtri, taka allar þær undanþágubeiðnir sem berist í dag, og mér heyrist að þær verði nokkrar, til afgreiðslu á þeim sömu forsendum og hinar undanþágurnar hafa verið veittar,“ segir Jóhannes.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21. desember 2021 13:11 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21. desember 2021 13:11
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54