Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. desember 2021 08:01 Að vanda var erfitt að velja sýnishorn af bestu myndum ársins, enda af nógu að taka. Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. Líkt og langvarandi smitsjúkdómafaraldur og kraumandi eldgos neyddu blaðamenn til að finna nýja og frumlega nálgun, reyndi ekki síður á ljósmyndara að leita nýrra sjónarhorna og fanga athyglisverð augnablik í hversdagsleikanum. Stórkostleg sjónarspil var myndað úr lofti, bæði með drónum og úr flugvélum, og augun höfð galopin fyrir margbreytileikanum sem alls staðar er að finna, hvort sem um er að ræða stríðan straum vellandi kviku eða mannfjöldans á leið í bólusetningu. Upp vildi eldurinn og bóluefnið í æðarnar og alls staðar voru ljósmyndarar fréttastofu á staðnum. Í árslok 2020 féllu aurskriður á Seyðisfirði og eyðileggingin var gríðarleg. Mikil óvissa var uppi í janúar og rýmingum lýst yfir og aflétt til skiptis. Ríkisstjórnin hét því að styðja við uppbyggingu í bænum en forseti sveitarstjórnar Múlaþings sagði íbúa ekki myndu endurheimta öryggistilfinningu nema með nýju hættumati. Í apríl var enn á rýmt vegna skriðuhættu og aftur í október. Í sama mánuði lýstu vísindamenn því yfir að kanna þyrfti landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við 11 þéttbýlisstaði á landinu.Vísir/Arnar Átök milli og af hálfu ungmenna rötuðu nokkrum sinnum í fréttirnar á árinu. Ein fyrsta fréttin af þeim toga sem fréttastofa greindi frá var af vopnaðri árás í Borgarholtsskóla í janúar. Sex voru fluttir á slysadeild eftir að ráðist var á dreng í skólanum en móðir drengsins sagði hann hafa sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hefðu byrjað að berast eftir að hann hefði stöðvað árás annars drengs á unga stúlku. Myndband náðist af árásinni og einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald.Vísir/Vilhelm Gríðarlegt vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands aðfaranótt 21. janúar. Hurðir sprungu undan vatnsflaumnum, sem kom til þegar stór kaldavatnslögn rofnaði. Tjónið varð einna mest á Háskólatorgi og miklar breytingar gerðar á kennslu þar sem fjöldi kennslustofa var ónothæfur. Veitur sögðu það tilkomið vegna mistaka við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins en það var metið á annan milljarð króna.Vísir/Egill Í janúar var skotið á bifreið borgarstjóra og í kjölfarið fór af stað umræða um öryggi stjórnmálamanna. Greint var frá árásum á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og Katrín Jakobsdóttir sagði að því miður hefði samfélagið „viðurkennt“ hatursorðræðu gegn stjórmálunum og einstaka stjórnmálamönnum. Tveir voru handteknir í tengslum við árásina á bifreið Dags B. Eggertssonar og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sjálfur sagðist Dagur hafa upplifað erfiðar tilfinningar og áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hefði vakið hjá honum óhug.Vísir/Sigurjón Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu barðist við sinubruna við Korpúlfsstaðaveg í febrúar. Brunalykt og reyk lagði yfir borgina, enda mikill raki í jörðu. Vísir/Vilhelm Bólusetning einstaklinga 90 ára og eldri gegn Covid-19 hófst í febrúar og stefnt var að því að klára alla eldri en 70 ára í mars. Átakið gekk vel og þátttaka var góð. Mikið kapp var lagt á að bólusetja eldra fólk, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og heilbrigðisstarfsmenn. Aðrir hópar fylgdu svo í kjölfarið í afar vel skipulagðri herferð. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn dóttur sinni Aldísi Schram, sjónvarpsmanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu fór fram í febrúar. Í mars voru tvenn ummæli Aldísar um föður sinn, sem féllu í útvarpinu og á Facebook, dæmd dauð og ómerk en Sigmar sýknaður. Þetta var ekki eina málið á árinu sem kallaði á viðveru Jóns Baldvins í dómssal en í nóvember var hann sjálfur sýknaður af því að hafa kynferðislega áreitt konu á Spáni árið 2018.Vísir/Vilhelm Fólk lét ekki segja sér tvisvar að þiggja bólusetningu og sögðust margir hreinlega bíða spenntir.Vísir/Vilhelm Hinn 6. febrúar var leit hafin að John Snorra Sigurjónssyni og félögum hans þegar sólahringur var liðinn frá því að þeir lögðu á tindinn á K2. Landsmenn biðu á milli vonar og ótta í marga daga en 18. febrúar tóku yfirvöld í Pakistan formlega þá afstöðu að mennirnir væru látnir. Efnt var til ljósa- og bænastundar til minningar um John Snorra við Vífilstaðavatn í mars. Hinn 26. júlí bárust fregnir af því að líkamsleifar þeirra John Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefðu fundist á fjallinu.Vísir/Vilhelm Jörð skalf lengi á Reykjanesskaga áður en gaus en fyrstu ummerkin um það sem var handan hornsins voru sprungur sem mynduðust í malbikinu á vegi við Svartsengi í jarðhræringum í mars.Vísir/Vilhelm Kvöldið 21. mars greindi Vísir frá því að eldgos væri hafið í Geldingadölum í Fagradalsfjalli. Veðurstofa Íslands sagði mjóa hrauntungu renna til suðsuðvesturs og aðra til vesturs en almannavarnir brýndu fyrir fólki að fara ekki á staðinn. Umferðarstjórn á gossvæðinu átti eftir að verða stórt verkefni fyrir lögreglu og björgunarsveitir en í fyrstu bárust myndir úr lofti sem sýndu mikilfenglega gossins, sem þó var sagt fremur lítið og látlaust.Vísir/rax Menn leituðu allra leiða til að miðla myndum af gosinu til almennings og þegar á leið komu að minnsta kosti þrír miðlar upp vefmyndavélum við gosstöðvarnar, þannig að fólk gat fylgst með hraunflæðinu í rauntíma.Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar sáu sig oftsinnis tilneydda til að vara fólk frá því að leggja að gosinu illa búið. Fjölmörgum, Íslendingum og útlendingum, var bjargað sem voru ýmist illa klæddir eða áttaðir.Vísir/Vilhelm Þegar krafturinn var mestur mátti sjá rauðgulan bjarmann stíga til himins frá höfuðborginni og víðar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu í margar vikur og mánuði vegna fjöldans sem leitaði að gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Margir stórkostlegar myndir náðust af hraunelgnum, meðal annars þessi sem sýnir kvikuna streyma eins og blóð í æðum djöfulsins.Vísir/Vilhelm Forsetar landsins, núverandi og fyrrverandi, komu saman þegar hornsteinn var lagður að Húsi íslenskra fræða. Frá vinstri: Frú Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson.Vísir/Vilhelm Bólusetningarnar í Laugardalshöll, sem fóru af stað apríl, voru gríðarlega vel skipulagðar. Fyrst var stefnt að því að bólusetja 6 þúsund manns á dag og síðan 9 þúsund og að minnsta kosti 25 þúsund fyrstu vikuna. Biðraðir voru langar en fólk engu að síður fljótt að komast að, enda boðað á ákveðnum tíma og allt að 140 bólusettir í hverri lotu. Hjúkrunarfræðingar gengu skipulega á röðina í stóra salnum og allt fór þetta fram undir árvökulu eftirliti lögreglu.Vísir/Vilhelm Þráspurður sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir myndu þiggja sinn skammt af bóluefni gegn Covid-189 þegar að honum kæmi í röðinni og var honum vel fagnað þegar hann gekk loks inn í Höllina. Þórólfur fékk AstraZeneca, sem þá var að verða umdeilt vegna aukaverkana, og varð ekki meint af.Vísir/Vilhelm 126 vaskar konur gengu á Hvannadalshnjúk í maí til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans. Veðrið lék við hópinn, sem safnaði sex milljónum í fyrra og stefndu á að bæta um betur í ár.Vísir/RAX Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjalli varð vinsæll áfangastaður áhrifavalda og annarra sem freistuðu þess að fanga ýmist glæsilegar eða glæfralegar myndir til að deila á samfélagsmiðlum. Sumir reyndu að slá tvær flugur í einu höggi og ná báðum markmiðum á sama tíma.Vísir/Vilhelm Alma Möller lét ekki sitt eftir liggja og leyfði ljósmyndara að mynda sig í bólusetningu í maí.Vísir/Vilhelm Hinn 4. maí barðist allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við gróðureld í Heiðmörk. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitafólk aðstoðaði einnig við slökkvistarfið en þegar upp var staðið var áætlað að um 200 hektarar, rúmir tveir ferkílómetrar, hefðu brunnið.Vísir/Rax Óróinn í jarðskorpunni og í huga hvers manns á Reykjanesi virtist fjarlægur þegar ljósmyndari fangað spegilsléttan sjóinn í Grindavíkurhöfn með kvikustrókinn í bakgrunni. Stöðugar jarðhræringar höfðu truflað marga og sumum nánast létti þegar gosið loksins hófst.Vísir/Vilhelm Jón Arnór Stefánsson, einn besti körfuknattleiksmaður landsins, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 Sport eftir oddaleik Vals og KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna.Vísir/Bára Valskonur fögnuðu ákaft þegar þær urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna.Vísir/Bára Frumlegar en gamaldags aðferðir urðu fyrir valinu þegar Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu stóð frammi fyrir því að þurfa að forgangsraða almennum borgurum í bólusetningar. Gripið var til þess ráðs að skipta árgöngum í eftir kyni og hreinlega draga upp úr krukku. Það var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, sem varð heiðursins aðnjótandi.Vísir/Vilhelm Valur átti miklu velgengi að fagna og varð einnig Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir að hafa lagt Hauka.Vísir/Hulda Margrét Það var ýmislegt lagt á sig til að ná góðum myndum í Geldingadal og nokkrir lögðu sjálfa sig og aðra í mikla hættu á nýstorknuðu hrauninu þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir almannavarna. Búningar af ýmsu tagi og háskaleg matreiðsla komu við sögu.Vísir/Vilhelm Fjölmargir lögðu leið sína að Auganu á Fjallabaki síðastliðið sumar. Vísir/Vilhelm Mikið mæddi á starfsmönnum Landspítalans vegna Covid-19 en það má segja að umræðan um getu hans og þol hafi náð ákveðnu hámarki eftir margra ára ákall eftir auknum stuðningi og fjármunum. Þá urðu ákveðin kaflaskipti í orðræðunni um sóttvarnaaðgerðir þegar þær fóru í auknum mæli að snúast um að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Sumir gagnrýndu þessa þróun og sögðu enga heimild í lögum til að grípa til aðgerða til að vernda stofnun, á meðan aðrir bentu á að spítalinn og heilbrigði þjóðarinnar væru óaðskiljanleg; að standa vörð um annað væri að standa vörð um hitt á sama tíma.Vísir/Einar Opna munninn upp á gátt og setja nefið upp í loft! Landsmenn voru ekki lengi að læra rútínuna við sýnatökur vegna Covid-19 og reyndust þurfa að ganga oft í gegnum ferlið, bæði í PCR- og hraðprófum. Og þurfa enn...Vísir/Vilhelm Þrálátur orðrómur um meint kynferðisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu komust í hámæli í ágúst. Umræðan hófst þegar fregnir bárust frá Bretlandi að Gylfi Sigurðsson hefði verið handtekinn fyrir að brjóta gegn ólögráða stúlku en vatt smám saman upp á sig. Atburðarásin varð til þess að formaður og stjórn KSÍ neyddust til að segja af sér og að leikmenn voru ekki valdir í liðið. Eitt málanna sem kom upp á yfirborðið er nú í rannsókn hjá lögreglu og þá sér ekki fyrir endan á dramanu hjá KSÍ en greint hefur verið frá því að verið sé að leita frambjóðanda til að tefla fram gegn sitjandi formanni, Vöndu Sigurðardóttur.Vísir/Vilhelm Í september var lýst yfir óvissustigi vegna SkaftárhlaupsBrú í Skaftárdal í Skaftárhlaupi í haust og gripið var til þess að rýma fjallaskála og hálendisleiðir. Gamla brúin við Eldvatn stóðst áhlaupið í þriðja sinn en hlaupið sópaði með sér veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals.Vísir/RAX Aðfaranótt 14. febrúar var hinum 33 ára Armando Beqirai ráðinn bani fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Í kjölfarið hófst ein umfangsmesta morðrannsókn Íslandssögunnar, þar sem fjöldi fólks var handtekinn og yfirheyrður. Greint var frá því að Armando hefði verið skotinn margsinnis í höfuð og búk og að lokum fór svo að fjórir voru ákærðir fyrir aðkomu sína að morðinu, sem lýst var sem aftöku og „mafíumorði“. Hinn 21. október var Angjelin Sterkaj dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Armando að bana en hin þrjú voru sýknuð. Málinu hefur verið áfrýjað.Vísir/Vilhelm Valdimar Grímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, lætur Bjarka Má Elísson heyra það eftir samstuð við Björgvin Pál Gústavsson í leik Vals gegn Lemgo í leik liðanna á Hlíðarenda í september. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál,“ sagði Bjarki eftir leik.Vísir/Vilhelm Menn fögnuðu ákaft þegar Víkingur varð Íslandsmeistari í knattspyrnu karla.Vísir/Hulda Margrét Vilhelm, ljósmyndari Vísis, náði þessari áhrifamiklu og litríku mynd af Lilju Alfreðsdóttur á kosningavöku í september. Þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, og núverandi ferða-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, brosti dulu brosi en Framsóknarmenn máttu jú gleðjast þeim tölum sem bárust í hús yfir nóttina, enda bættu þeir við sig fimm þingmönnum.Vísir/Vilhelm Það var einum leikmanni ofaukið á vellinum þegar Breiðablik mætti Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í október. Breiðablik tapaði leiknum 0-2.Vísir/Vilhelm „Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein“ var fyrirsögn íþróttablaðamanna Vísis eftir 4-0 sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli í undankeppni HM í Katar. Rétt undir 4.500 áhorfendur mættu á völlinn og gaf sigurinn landsliðinu „nauðsynlega jákvæðnisprautu eftir drungalegan tíma,“ sagði blaðamaður í umfjöllun sinni. Vísir/Vilhelm Víkingur varð einnig bikarmeistari í knattspyrnu karla eftir sigur á ÍA.Vísir/Hulda Margrét Það má segja að prófþreyta hafi komist í landann eftir því sem leið á árið en eftir marga mánuði af PCR-sýnatökum voru hraðprófin kynnt til sögunnar í haust. Menn létu þó hafa sig í að mæta og láta pota í nefið á sér, enda niðurstaða hraðprófa vegabréf inn á fjöldaviðburði af öllu tagi. Það létti lundina að prófin voru ókeypis.Vísir/Vilhelm Eftir dramatískar kosningar í september, umdeilda endurtalningu og maraþon starf hinar nafnlöngu undirbúningskjörbréfanefndar, tók ný ríkisstjórn loks við 28. nóvember. Reyndar var um að ræða sömu sýningu í annarri uppsetningu, þar sem nokkrir nýir leikarar tóku við og aðrir skiptu um búning. Uppstokkun varð á verkefnum ráðuneyta, svo mikil í raun að menn eru enn að læra á nýtt fyrirkomulag.Vísir/Vilhelm Ragnar Axelsson flaug yfir Grímsvötn þegar hlaup var að ná hámarki 5. desember. Íshellan hafði þá sigið um heila 75 metra og áttu menn allt eins von á gosi. Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn var hins vegar færður niður 7. desember og óvissustigi vegna jökulhlaups aflýst fimm dögum síðar.Vísir/RAX Svona brást Katrín Jakobsdóttir við þegar fjölmiðlar biðu hennar eftir ríkisstjórnarfund nú í desember. Hún hefur ef til vill verið að átta sig á því að framundan séu fjögur ár í viðbót af linnulausum spurningum blaðamanna.Vísir/Vilhelm Það var sannarlega jólalegt um að litast þegar Breiðablik mætti stórveldinu Real Madrid á Kópavogsvelli. Snjónum kyngdi niður á meðan leiknum stóð og starfsmenn vallarins höfðu ekki undan að skafa. Leikar fóru 3-0 fyrir Real Madrid.Vísir/Vilhelm Landsmenn allir samglöddust Guðmundi Felix Grétarssyni þegar hann fékk nýja handleggi í byrjun árs eftir langa bið. Óhætt er að segja að Guðmundur hafi náð gríðarlegum framförum á árinu og þrátt fyrir að enn sé ekki útséð um endanlegan árangur hefur baráttuhugur hans unnið hug og hjörtu út um allan heim. „Ég er ekki handlangari lengur; ég er orðinn handhafi,“ sagði Guðmundur eftir aðgerðina en nú í desember kom hann í fyrsta sinn heim til Íslands með nýjar hendur og fékk loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. Vísir/Vilhelm Varðskipið Freyja kom var kallað út í björgunarleiðangur í fyrsta sinn þegar grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði við Vatnsleysuströnd. Ljósmyndari Vísis náði þessari stórkostlegu mynd af ljósinu í myrkrinu.Vísir/Vilhelm Ragnar Axelsson flaug yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli á Þorláksmessu, sem hafa gjörsamlega umbreytt landinu í kring.Vísir/RAX Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi John Snorri á K2 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skotið á bíl borgarstjóra Gróðureldar á Íslandi Jón Baldvin Hannibalsson Heilbrigðismál Morð í Rauðagerði Alþingiskosningar 2021 Handleggir græddir á Guðmund Felix Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Líkt og langvarandi smitsjúkdómafaraldur og kraumandi eldgos neyddu blaðamenn til að finna nýja og frumlega nálgun, reyndi ekki síður á ljósmyndara að leita nýrra sjónarhorna og fanga athyglisverð augnablik í hversdagsleikanum. Stórkostleg sjónarspil var myndað úr lofti, bæði með drónum og úr flugvélum, og augun höfð galopin fyrir margbreytileikanum sem alls staðar er að finna, hvort sem um er að ræða stríðan straum vellandi kviku eða mannfjöldans á leið í bólusetningu. Upp vildi eldurinn og bóluefnið í æðarnar og alls staðar voru ljósmyndarar fréttastofu á staðnum. Í árslok 2020 féllu aurskriður á Seyðisfirði og eyðileggingin var gríðarleg. Mikil óvissa var uppi í janúar og rýmingum lýst yfir og aflétt til skiptis. Ríkisstjórnin hét því að styðja við uppbyggingu í bænum en forseti sveitarstjórnar Múlaþings sagði íbúa ekki myndu endurheimta öryggistilfinningu nema með nýju hættumati. Í apríl var enn á rýmt vegna skriðuhættu og aftur í október. Í sama mánuði lýstu vísindamenn því yfir að kanna þyrfti landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við 11 þéttbýlisstaði á landinu.Vísir/Arnar Átök milli og af hálfu ungmenna rötuðu nokkrum sinnum í fréttirnar á árinu. Ein fyrsta fréttin af þeim toga sem fréttastofa greindi frá var af vopnaðri árás í Borgarholtsskóla í janúar. Sex voru fluttir á slysadeild eftir að ráðist var á dreng í skólanum en móðir drengsins sagði hann hafa sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hefðu byrjað að berast eftir að hann hefði stöðvað árás annars drengs á unga stúlku. Myndband náðist af árásinni og einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald.Vísir/Vilhelm Gríðarlegt vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands aðfaranótt 21. janúar. Hurðir sprungu undan vatnsflaumnum, sem kom til þegar stór kaldavatnslögn rofnaði. Tjónið varð einna mest á Háskólatorgi og miklar breytingar gerðar á kennslu þar sem fjöldi kennslustofa var ónothæfur. Veitur sögðu það tilkomið vegna mistaka við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins en það var metið á annan milljarð króna.Vísir/Egill Í janúar var skotið á bifreið borgarstjóra og í kjölfarið fór af stað umræða um öryggi stjórnmálamanna. Greint var frá árásum á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og Katrín Jakobsdóttir sagði að því miður hefði samfélagið „viðurkennt“ hatursorðræðu gegn stjórmálunum og einstaka stjórnmálamönnum. Tveir voru handteknir í tengslum við árásina á bifreið Dags B. Eggertssonar og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sjálfur sagðist Dagur hafa upplifað erfiðar tilfinningar og áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hefði vakið hjá honum óhug.Vísir/Sigurjón Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu barðist við sinubruna við Korpúlfsstaðaveg í febrúar. Brunalykt og reyk lagði yfir borgina, enda mikill raki í jörðu. Vísir/Vilhelm Bólusetning einstaklinga 90 ára og eldri gegn Covid-19 hófst í febrúar og stefnt var að því að klára alla eldri en 70 ára í mars. Átakið gekk vel og þátttaka var góð. Mikið kapp var lagt á að bólusetja eldra fólk, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og heilbrigðisstarfsmenn. Aðrir hópar fylgdu svo í kjölfarið í afar vel skipulagðri herferð. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn dóttur sinni Aldísi Schram, sjónvarpsmanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu fór fram í febrúar. Í mars voru tvenn ummæli Aldísar um föður sinn, sem féllu í útvarpinu og á Facebook, dæmd dauð og ómerk en Sigmar sýknaður. Þetta var ekki eina málið á árinu sem kallaði á viðveru Jóns Baldvins í dómssal en í nóvember var hann sjálfur sýknaður af því að hafa kynferðislega áreitt konu á Spáni árið 2018.Vísir/Vilhelm Fólk lét ekki segja sér tvisvar að þiggja bólusetningu og sögðust margir hreinlega bíða spenntir.Vísir/Vilhelm Hinn 6. febrúar var leit hafin að John Snorra Sigurjónssyni og félögum hans þegar sólahringur var liðinn frá því að þeir lögðu á tindinn á K2. Landsmenn biðu á milli vonar og ótta í marga daga en 18. febrúar tóku yfirvöld í Pakistan formlega þá afstöðu að mennirnir væru látnir. Efnt var til ljósa- og bænastundar til minningar um John Snorra við Vífilstaðavatn í mars. Hinn 26. júlí bárust fregnir af því að líkamsleifar þeirra John Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefðu fundist á fjallinu.Vísir/Vilhelm Jörð skalf lengi á Reykjanesskaga áður en gaus en fyrstu ummerkin um það sem var handan hornsins voru sprungur sem mynduðust í malbikinu á vegi við Svartsengi í jarðhræringum í mars.Vísir/Vilhelm Kvöldið 21. mars greindi Vísir frá því að eldgos væri hafið í Geldingadölum í Fagradalsfjalli. Veðurstofa Íslands sagði mjóa hrauntungu renna til suðsuðvesturs og aðra til vesturs en almannavarnir brýndu fyrir fólki að fara ekki á staðinn. Umferðarstjórn á gossvæðinu átti eftir að verða stórt verkefni fyrir lögreglu og björgunarsveitir en í fyrstu bárust myndir úr lofti sem sýndu mikilfenglega gossins, sem þó var sagt fremur lítið og látlaust.Vísir/rax Menn leituðu allra leiða til að miðla myndum af gosinu til almennings og þegar á leið komu að minnsta kosti þrír miðlar upp vefmyndavélum við gosstöðvarnar, þannig að fólk gat fylgst með hraunflæðinu í rauntíma.Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar sáu sig oftsinnis tilneydda til að vara fólk frá því að leggja að gosinu illa búið. Fjölmörgum, Íslendingum og útlendingum, var bjargað sem voru ýmist illa klæddir eða áttaðir.Vísir/Vilhelm Þegar krafturinn var mestur mátti sjá rauðgulan bjarmann stíga til himins frá höfuðborginni og víðar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu í margar vikur og mánuði vegna fjöldans sem leitaði að gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Margir stórkostlegar myndir náðust af hraunelgnum, meðal annars þessi sem sýnir kvikuna streyma eins og blóð í æðum djöfulsins.Vísir/Vilhelm Forsetar landsins, núverandi og fyrrverandi, komu saman þegar hornsteinn var lagður að Húsi íslenskra fræða. Frá vinstri: Frú Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson.Vísir/Vilhelm Bólusetningarnar í Laugardalshöll, sem fóru af stað apríl, voru gríðarlega vel skipulagðar. Fyrst var stefnt að því að bólusetja 6 þúsund manns á dag og síðan 9 þúsund og að minnsta kosti 25 þúsund fyrstu vikuna. Biðraðir voru langar en fólk engu að síður fljótt að komast að, enda boðað á ákveðnum tíma og allt að 140 bólusettir í hverri lotu. Hjúkrunarfræðingar gengu skipulega á röðina í stóra salnum og allt fór þetta fram undir árvökulu eftirliti lögreglu.Vísir/Vilhelm Þráspurður sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir myndu þiggja sinn skammt af bóluefni gegn Covid-189 þegar að honum kæmi í röðinni og var honum vel fagnað þegar hann gekk loks inn í Höllina. Þórólfur fékk AstraZeneca, sem þá var að verða umdeilt vegna aukaverkana, og varð ekki meint af.Vísir/Vilhelm 126 vaskar konur gengu á Hvannadalshnjúk í maí til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans. Veðrið lék við hópinn, sem safnaði sex milljónum í fyrra og stefndu á að bæta um betur í ár.Vísir/RAX Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjalli varð vinsæll áfangastaður áhrifavalda og annarra sem freistuðu þess að fanga ýmist glæsilegar eða glæfralegar myndir til að deila á samfélagsmiðlum. Sumir reyndu að slá tvær flugur í einu höggi og ná báðum markmiðum á sama tíma.Vísir/Vilhelm Alma Möller lét ekki sitt eftir liggja og leyfði ljósmyndara að mynda sig í bólusetningu í maí.Vísir/Vilhelm Hinn 4. maí barðist allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við gróðureld í Heiðmörk. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitafólk aðstoðaði einnig við slökkvistarfið en þegar upp var staðið var áætlað að um 200 hektarar, rúmir tveir ferkílómetrar, hefðu brunnið.Vísir/Rax Óróinn í jarðskorpunni og í huga hvers manns á Reykjanesi virtist fjarlægur þegar ljósmyndari fangað spegilsléttan sjóinn í Grindavíkurhöfn með kvikustrókinn í bakgrunni. Stöðugar jarðhræringar höfðu truflað marga og sumum nánast létti þegar gosið loksins hófst.Vísir/Vilhelm Jón Arnór Stefánsson, einn besti körfuknattleiksmaður landsins, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 Sport eftir oddaleik Vals og KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna.Vísir/Bára Valskonur fögnuðu ákaft þegar þær urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna.Vísir/Bára Frumlegar en gamaldags aðferðir urðu fyrir valinu þegar Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu stóð frammi fyrir því að þurfa að forgangsraða almennum borgurum í bólusetningar. Gripið var til þess ráðs að skipta árgöngum í eftir kyni og hreinlega draga upp úr krukku. Það var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, sem varð heiðursins aðnjótandi.Vísir/Vilhelm Valur átti miklu velgengi að fagna og varð einnig Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir að hafa lagt Hauka.Vísir/Hulda Margrét Það var ýmislegt lagt á sig til að ná góðum myndum í Geldingadal og nokkrir lögðu sjálfa sig og aðra í mikla hættu á nýstorknuðu hrauninu þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir almannavarna. Búningar af ýmsu tagi og háskaleg matreiðsla komu við sögu.Vísir/Vilhelm Fjölmargir lögðu leið sína að Auganu á Fjallabaki síðastliðið sumar. Vísir/Vilhelm Mikið mæddi á starfsmönnum Landspítalans vegna Covid-19 en það má segja að umræðan um getu hans og þol hafi náð ákveðnu hámarki eftir margra ára ákall eftir auknum stuðningi og fjármunum. Þá urðu ákveðin kaflaskipti í orðræðunni um sóttvarnaaðgerðir þegar þær fóru í auknum mæli að snúast um að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Sumir gagnrýndu þessa þróun og sögðu enga heimild í lögum til að grípa til aðgerða til að vernda stofnun, á meðan aðrir bentu á að spítalinn og heilbrigði þjóðarinnar væru óaðskiljanleg; að standa vörð um annað væri að standa vörð um hitt á sama tíma.Vísir/Einar Opna munninn upp á gátt og setja nefið upp í loft! Landsmenn voru ekki lengi að læra rútínuna við sýnatökur vegna Covid-19 og reyndust þurfa að ganga oft í gegnum ferlið, bæði í PCR- og hraðprófum. Og þurfa enn...Vísir/Vilhelm Þrálátur orðrómur um meint kynferðisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu komust í hámæli í ágúst. Umræðan hófst þegar fregnir bárust frá Bretlandi að Gylfi Sigurðsson hefði verið handtekinn fyrir að brjóta gegn ólögráða stúlku en vatt smám saman upp á sig. Atburðarásin varð til þess að formaður og stjórn KSÍ neyddust til að segja af sér og að leikmenn voru ekki valdir í liðið. Eitt málanna sem kom upp á yfirborðið er nú í rannsókn hjá lögreglu og þá sér ekki fyrir endan á dramanu hjá KSÍ en greint hefur verið frá því að verið sé að leita frambjóðanda til að tefla fram gegn sitjandi formanni, Vöndu Sigurðardóttur.Vísir/Vilhelm Í september var lýst yfir óvissustigi vegna SkaftárhlaupsBrú í Skaftárdal í Skaftárhlaupi í haust og gripið var til þess að rýma fjallaskála og hálendisleiðir. Gamla brúin við Eldvatn stóðst áhlaupið í þriðja sinn en hlaupið sópaði með sér veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals.Vísir/RAX Aðfaranótt 14. febrúar var hinum 33 ára Armando Beqirai ráðinn bani fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Í kjölfarið hófst ein umfangsmesta morðrannsókn Íslandssögunnar, þar sem fjöldi fólks var handtekinn og yfirheyrður. Greint var frá því að Armando hefði verið skotinn margsinnis í höfuð og búk og að lokum fór svo að fjórir voru ákærðir fyrir aðkomu sína að morðinu, sem lýst var sem aftöku og „mafíumorði“. Hinn 21. október var Angjelin Sterkaj dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Armando að bana en hin þrjú voru sýknuð. Málinu hefur verið áfrýjað.Vísir/Vilhelm Valdimar Grímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, lætur Bjarka Má Elísson heyra það eftir samstuð við Björgvin Pál Gústavsson í leik Vals gegn Lemgo í leik liðanna á Hlíðarenda í september. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál,“ sagði Bjarki eftir leik.Vísir/Vilhelm Menn fögnuðu ákaft þegar Víkingur varð Íslandsmeistari í knattspyrnu karla.Vísir/Hulda Margrét Vilhelm, ljósmyndari Vísis, náði þessari áhrifamiklu og litríku mynd af Lilju Alfreðsdóttur á kosningavöku í september. Þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, og núverandi ferða-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, brosti dulu brosi en Framsóknarmenn máttu jú gleðjast þeim tölum sem bárust í hús yfir nóttina, enda bættu þeir við sig fimm þingmönnum.Vísir/Vilhelm Það var einum leikmanni ofaukið á vellinum þegar Breiðablik mætti Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í október. Breiðablik tapaði leiknum 0-2.Vísir/Vilhelm „Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein“ var fyrirsögn íþróttablaðamanna Vísis eftir 4-0 sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli í undankeppni HM í Katar. Rétt undir 4.500 áhorfendur mættu á völlinn og gaf sigurinn landsliðinu „nauðsynlega jákvæðnisprautu eftir drungalegan tíma,“ sagði blaðamaður í umfjöllun sinni. Vísir/Vilhelm Víkingur varð einnig bikarmeistari í knattspyrnu karla eftir sigur á ÍA.Vísir/Hulda Margrét Það má segja að prófþreyta hafi komist í landann eftir því sem leið á árið en eftir marga mánuði af PCR-sýnatökum voru hraðprófin kynnt til sögunnar í haust. Menn létu þó hafa sig í að mæta og láta pota í nefið á sér, enda niðurstaða hraðprófa vegabréf inn á fjöldaviðburði af öllu tagi. Það létti lundina að prófin voru ókeypis.Vísir/Vilhelm Eftir dramatískar kosningar í september, umdeilda endurtalningu og maraþon starf hinar nafnlöngu undirbúningskjörbréfanefndar, tók ný ríkisstjórn loks við 28. nóvember. Reyndar var um að ræða sömu sýningu í annarri uppsetningu, þar sem nokkrir nýir leikarar tóku við og aðrir skiptu um búning. Uppstokkun varð á verkefnum ráðuneyta, svo mikil í raun að menn eru enn að læra á nýtt fyrirkomulag.Vísir/Vilhelm Ragnar Axelsson flaug yfir Grímsvötn þegar hlaup var að ná hámarki 5. desember. Íshellan hafði þá sigið um heila 75 metra og áttu menn allt eins von á gosi. Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn var hins vegar færður niður 7. desember og óvissustigi vegna jökulhlaups aflýst fimm dögum síðar.Vísir/RAX Svona brást Katrín Jakobsdóttir við þegar fjölmiðlar biðu hennar eftir ríkisstjórnarfund nú í desember. Hún hefur ef til vill verið að átta sig á því að framundan séu fjögur ár í viðbót af linnulausum spurningum blaðamanna.Vísir/Vilhelm Það var sannarlega jólalegt um að litast þegar Breiðablik mætti stórveldinu Real Madrid á Kópavogsvelli. Snjónum kyngdi niður á meðan leiknum stóð og starfsmenn vallarins höfðu ekki undan að skafa. Leikar fóru 3-0 fyrir Real Madrid.Vísir/Vilhelm Landsmenn allir samglöddust Guðmundi Felix Grétarssyni þegar hann fékk nýja handleggi í byrjun árs eftir langa bið. Óhætt er að segja að Guðmundur hafi náð gríðarlegum framförum á árinu og þrátt fyrir að enn sé ekki útséð um endanlegan árangur hefur baráttuhugur hans unnið hug og hjörtu út um allan heim. „Ég er ekki handlangari lengur; ég er orðinn handhafi,“ sagði Guðmundur eftir aðgerðina en nú í desember kom hann í fyrsta sinn heim til Íslands með nýjar hendur og fékk loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. Vísir/Vilhelm Varðskipið Freyja kom var kallað út í björgunarleiðangur í fyrsta sinn þegar grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði við Vatnsleysuströnd. Ljósmyndari Vísis náði þessari stórkostlegu mynd af ljósinu í myrkrinu.Vísir/Vilhelm Ragnar Axelsson flaug yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli á Þorláksmessu, sem hafa gjörsamlega umbreytt landinu í kring.Vísir/RAX
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi John Snorri á K2 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skotið á bíl borgarstjóra Gróðureldar á Íslandi Jón Baldvin Hannibalsson Heilbrigðismál Morð í Rauðagerði Alþingiskosningar 2021 Handleggir græddir á Guðmund Felix Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira