Hildur og Elín Valgerður í stjórnendastöður hjá Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2021 07:15 Hildur Ottesen og Elín Valgerður Margrétardóttir. Harpa Hildur Ottesen hefur tekið við starfi markaðs- og kynningarstjóra Hörpu og Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu. Í tilkynningu frá Hörpu segir að Hildur muni hafa umsjón með fjölbreyttum markaðs- og kynningarmálum Hörpu - leiða markaðsráð rekstraraðila, samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla auk þess að vera leiðtogi í stafrænni miðlun og þróun. „Hildur hefur víðtæka reynslu af markaðs- og kynningarmálum og kemur frá Arion banka þar sem hún hefur starfað undanfarin 14 ár. Á starfsferli sínum í Arion banka hefur Hildur komið að fjölbreyttum verkefnum; starfað á samskiptasviði bankans, verið viðburðarstjóri og vörumerkjastjóri. Sem vörumerkjastjóri bankans tók Hildur þátt í að leiða og móta markaðssetningu á stafrænum verkefnum, innleiðingu kerfa fyrir starfsfólk og þróun á útibúaneti. Hildur er með BS gráðu í ferðamálafræði og BA í spænsku og starfaði lengi við ferðaþjónustu erlendis. Elín Valgerður Margrétardóttir Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu. Elín leiðir og fer með faglega stefnumótun í mannauðs- og gæðamálum ásamt því að veita ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda í málaflokknum. Elín hefur starfað í mannauðsmálum í 16 ár og nú síðast sem sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem hún sinnti stefnumótun og ráðgjöf til stjórnenda stofnana ríkisins. Elín átti sæti í samninganefnd ríkisins þar sem hennar innkoma í samningagerð var að miklu leyti tengd samspili starfsumhverfismála og líðan starfsfólks. Á sínum starfsferli hefur Elín lagt áherslu á og stutt við mikilvægi góðra og uppbyggilegra samskipta. Elín Valgerður er með BA í ensku og bókmenntafræði, meistaragráðu, annars vegar í mannauðsstjórnun og hins vegar í ritstjórn og útgáfu auk þess að vera markþjálfi,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Harpa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Í tilkynningu frá Hörpu segir að Hildur muni hafa umsjón með fjölbreyttum markaðs- og kynningarmálum Hörpu - leiða markaðsráð rekstraraðila, samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla auk þess að vera leiðtogi í stafrænni miðlun og þróun. „Hildur hefur víðtæka reynslu af markaðs- og kynningarmálum og kemur frá Arion banka þar sem hún hefur starfað undanfarin 14 ár. Á starfsferli sínum í Arion banka hefur Hildur komið að fjölbreyttum verkefnum; starfað á samskiptasviði bankans, verið viðburðarstjóri og vörumerkjastjóri. Sem vörumerkjastjóri bankans tók Hildur þátt í að leiða og móta markaðssetningu á stafrænum verkefnum, innleiðingu kerfa fyrir starfsfólk og þróun á útibúaneti. Hildur er með BS gráðu í ferðamálafræði og BA í spænsku og starfaði lengi við ferðaþjónustu erlendis. Elín Valgerður Margrétardóttir Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu. Elín leiðir og fer með faglega stefnumótun í mannauðs- og gæðamálum ásamt því að veita ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda í málaflokknum. Elín hefur starfað í mannauðsmálum í 16 ár og nú síðast sem sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem hún sinnti stefnumótun og ráðgjöf til stjórnenda stofnana ríkisins. Elín átti sæti í samninganefnd ríkisins þar sem hennar innkoma í samningagerð var að miklu leyti tengd samspili starfsumhverfismála og líðan starfsfólks. Á sínum starfsferli hefur Elín lagt áherslu á og stutt við mikilvægi góðra og uppbyggilegra samskipta. Elín Valgerður er með BA í ensku og bókmenntafræði, meistaragráðu, annars vegar í mannauðsstjórnun og hins vegar í ritstjórn og útgáfu auk þess að vera markþjálfi,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Harpa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira