Hinn 32 ára gamli Leauma er talinn hafa fallið úr byggingu og lést vegna höfuðáverka eftir átta metra fall.
Tributes paid to Spain rugby player Kawa Leauma, 32, after death from fall https://t.co/ELaCz3tcZ2
— Guardian sport (@guardian_sport) December 21, 2021
Hann gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í Amsterdam en það tókst ekki að bjarga lífi hans.
Rugby-samband Spánar staðfesti lát leikmannsins en vildi ekki gefa upp nánari upplýsingar um slysið nema að þetta hafi verið furðulegt slys.
Eiginkona hans ferðaðist til Amsterdam og það var vegna óskar hennar að ekki yrði meira gefið upp um kringumstæðurnar við slysið.
Leauma var staddur í landsliðsferð með spænska ruðningsliðinu sem hafði þar unnið 52-7 sigur á Hollandi.
New Zealand-born rugby player Kawa Leauma has passed away after a freak accident saw the rugby star rushed to hospital.https://t.co/8ptIghYgLe
— news.com.au (@newscomauHQ) December 21, 2021
Kawa Leauma var þó ekki með í þeim leik vegna þess að það var ekki ljóst hvort hann væri löglegur.
Kawa Leauma hafði leikið fyrir tuttugu ára landslið Samoaeyja en hafði ákveðið að spila fyrir spænska landsliðið.
Hann náði að leika einn landsleik fyrir Spán en hann lék þar með spænska félagsliðinu Ordizia.