Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2021 13:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. Mæling Hagstofu Íslands sem birt var í morgun sýnir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í júní 2012. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir mælinguna ekki koma á óvart. „Mælingin er svo sem í takt við spár og væntingar en spár voru á þessu bili, allt frá 0,3 prósent upp í 0,6 prósent,“ segir Jón Bjarki. „Þarna spilar fasteignaverðið nokkuð stóra rullu líkt og fyrri mánuði en góðu heilli er nú að draga úr hækkunum þar, þannig að það er vissulega jákvætt og við teljum ágætar líkur á að þetta gæti verið svolítið toppurinn í verðbólgunni,“ segir Jón Bjarki. Að fasteignaliðnum undanskildum er verðbólgan um þessar mundir 3,3 prósent og því ljóst að fasteignaverð vegi þungt í mælingunni. „Hin mælingin, það er að segja án húsnæðis, er þó til marks um að það sé svona almennt nokkur þrýstingur á verðlag þessa dagana,“ segir Jón Bjarki. Aðrir þættir sem hafa ýtt undir verðbólgu eru til að mynda framboðs hnökrar erlendis og innlendar kostnaðarhækkanir. „Maður hefði meiri áhyggjur ef það væri ekki hægt að skýra að minnsta kosti töluverðan hluta verðbólgunnar núna með þessum tímabundnum þáttum. Meira framboð af húsnæði ætti að draga úr þrýstingnum þar og þessir tímabundnu þættir úti draga líka úr þeim þrýstingi, það er að segja að þeir leysast,“ segir Jón Bjarki. Nokkuð langt er í næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans og á Jón Bjarki von á að vextir haldist óbreyttir þangað til, þó að verðbólgan sé mikil að svo stöddu. „Hún er vissulega mikil og er auðvitað ástæða þess að Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli en góðu heilli þá verður þessi toppur vonandi tímabundinn, en ef það verður ekki, ef það fer að grafa um sig viðvarandi verðbólguþrýstingur, þá er það meira áhyggjuefni.“ Verðlag Fasteignamarkaður Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Mæling Hagstofu Íslands sem birt var í morgun sýnir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í júní 2012. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir mælinguna ekki koma á óvart. „Mælingin er svo sem í takt við spár og væntingar en spár voru á þessu bili, allt frá 0,3 prósent upp í 0,6 prósent,“ segir Jón Bjarki. „Þarna spilar fasteignaverðið nokkuð stóra rullu líkt og fyrri mánuði en góðu heilli er nú að draga úr hækkunum þar, þannig að það er vissulega jákvætt og við teljum ágætar líkur á að þetta gæti verið svolítið toppurinn í verðbólgunni,“ segir Jón Bjarki. Að fasteignaliðnum undanskildum er verðbólgan um þessar mundir 3,3 prósent og því ljóst að fasteignaverð vegi þungt í mælingunni. „Hin mælingin, það er að segja án húsnæðis, er þó til marks um að það sé svona almennt nokkur þrýstingur á verðlag þessa dagana,“ segir Jón Bjarki. Aðrir þættir sem hafa ýtt undir verðbólgu eru til að mynda framboðs hnökrar erlendis og innlendar kostnaðarhækkanir. „Maður hefði meiri áhyggjur ef það væri ekki hægt að skýra að minnsta kosti töluverðan hluta verðbólgunnar núna með þessum tímabundnum þáttum. Meira framboð af húsnæði ætti að draga úr þrýstingnum þar og þessir tímabundnu þættir úti draga líka úr þeim þrýstingi, það er að segja að þeir leysast,“ segir Jón Bjarki. Nokkuð langt er í næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans og á Jón Bjarki von á að vextir haldist óbreyttir þangað til, þó að verðbólgan sé mikil að svo stöddu. „Hún er vissulega mikil og er auðvitað ástæða þess að Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli en góðu heilli þá verður þessi toppur vonandi tímabundinn, en ef það verður ekki, ef það fer að grafa um sig viðvarandi verðbólguþrýstingur, þá er það meira áhyggjuefni.“
Verðlag Fasteignamarkaður Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37