Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2021 13:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. Mæling Hagstofu Íslands sem birt var í morgun sýnir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í júní 2012. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir mælinguna ekki koma á óvart. „Mælingin er svo sem í takt við spár og væntingar en spár voru á þessu bili, allt frá 0,3 prósent upp í 0,6 prósent,“ segir Jón Bjarki. „Þarna spilar fasteignaverðið nokkuð stóra rullu líkt og fyrri mánuði en góðu heilli er nú að draga úr hækkunum þar, þannig að það er vissulega jákvætt og við teljum ágætar líkur á að þetta gæti verið svolítið toppurinn í verðbólgunni,“ segir Jón Bjarki. Að fasteignaliðnum undanskildum er verðbólgan um þessar mundir 3,3 prósent og því ljóst að fasteignaverð vegi þungt í mælingunni. „Hin mælingin, það er að segja án húsnæðis, er þó til marks um að það sé svona almennt nokkur þrýstingur á verðlag þessa dagana,“ segir Jón Bjarki. Aðrir þættir sem hafa ýtt undir verðbólgu eru til að mynda framboðs hnökrar erlendis og innlendar kostnaðarhækkanir. „Maður hefði meiri áhyggjur ef það væri ekki hægt að skýra að minnsta kosti töluverðan hluta verðbólgunnar núna með þessum tímabundnum þáttum. Meira framboð af húsnæði ætti að draga úr þrýstingnum þar og þessir tímabundnu þættir úti draga líka úr þeim þrýstingi, það er að segja að þeir leysast,“ segir Jón Bjarki. Nokkuð langt er í næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans og á Jón Bjarki von á að vextir haldist óbreyttir þangað til, þó að verðbólgan sé mikil að svo stöddu. „Hún er vissulega mikil og er auðvitað ástæða þess að Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli en góðu heilli þá verður þessi toppur vonandi tímabundinn, en ef það verður ekki, ef það fer að grafa um sig viðvarandi verðbólguþrýstingur, þá er það meira áhyggjuefni.“ Verðlag Fasteignamarkaður Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Mæling Hagstofu Íslands sem birt var í morgun sýnir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í júní 2012. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir mælinguna ekki koma á óvart. „Mælingin er svo sem í takt við spár og væntingar en spár voru á þessu bili, allt frá 0,3 prósent upp í 0,6 prósent,“ segir Jón Bjarki. „Þarna spilar fasteignaverðið nokkuð stóra rullu líkt og fyrri mánuði en góðu heilli er nú að draga úr hækkunum þar, þannig að það er vissulega jákvætt og við teljum ágætar líkur á að þetta gæti verið svolítið toppurinn í verðbólgunni,“ segir Jón Bjarki. Að fasteignaliðnum undanskildum er verðbólgan um þessar mundir 3,3 prósent og því ljóst að fasteignaverð vegi þungt í mælingunni. „Hin mælingin, það er að segja án húsnæðis, er þó til marks um að það sé svona almennt nokkur þrýstingur á verðlag þessa dagana,“ segir Jón Bjarki. Aðrir þættir sem hafa ýtt undir verðbólgu eru til að mynda framboðs hnökrar erlendis og innlendar kostnaðarhækkanir. „Maður hefði meiri áhyggjur ef það væri ekki hægt að skýra að minnsta kosti töluverðan hluta verðbólgunnar núna með þessum tímabundnum þáttum. Meira framboð af húsnæði ætti að draga úr þrýstingnum þar og þessir tímabundnu þættir úti draga líka úr þeim þrýstingi, það er að segja að þeir leysast,“ segir Jón Bjarki. Nokkuð langt er í næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans og á Jón Bjarki von á að vextir haldist óbreyttir þangað til, þó að verðbólgan sé mikil að svo stöddu. „Hún er vissulega mikil og er auðvitað ástæða þess að Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli en góðu heilli þá verður þessi toppur vonandi tímabundinn, en ef það verður ekki, ef það fer að grafa um sig viðvarandi verðbólguþrýstingur, þá er það meira áhyggjuefni.“
Verðlag Fasteignamarkaður Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37