Ein af hetjunum hans Þóris gafst ekki upp þrátt fyrir tíu hnéaðgerðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 11:01 Nora Mörk stendur hér fremst þegar norsku stelpurnar fagna heimsmeistaratitlinum. AP/Joan Monfort Það voru örugglega margir búnir að afskrifa norska kvennalandsliðið þegar liðið var komið sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins á móti Frökkum. Norsku stelpurnar gáfust hins vegar ekki upp, snéru leiknum við á augabragði í seinni hálfleiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Ein af hetjum norska liðsins var hægri skyttan Nora Mörk. Hún var ein af þeim sem töpuðu úrslitaleik HM 2017 á móti Frökkum og var ein af þeim sem leiddi endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum um helgina. Mørk etter VM-gullet: Glad jeg ikke ga opp https://t.co/Y4M0KjAhbQ— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 Frá því í úrslitaleiknum 2017 hafði Nora gengið í gegnum mikið mótlæti og meðal annars þurft að gangast undir margar hnéaðgerðir. Aðgerð á liðþófa þýddi að hún missti af EM 2018 og hún sleit síðan krossband árið eftir og missti þar með af HM 2019. Hún hjálpaði Noregi að verða Evrópumeistari 2020 en hefur alls þurft að fara í tíu hnéaðgerðir á ferlinum. Nora óttaðist enn ein hnémeiðslin þegar hún haltraði af velli í Meistaradeildarleik en slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli. Á árinu 2021 hefur hún hjálpað Vipers Kristiansand að vinna Meistaradeildina, unnið brons á Ólympíuleikunum og nú gull á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Ég er virkilega, virkilega ánægð, svo ánægð. Ég kann svo sannarlega að meta þetta. Ég þakka fyrir að hafa ekki gefist upp. Þetta eru verðlaun fyrir það sem ég hef lagt á mig og þetta er rosalega gaman,“ sagði Nora Mörk við Verdens Gang. Mörk varð markahæsti leikmaður norska liðsins á HM með 43 mörk og einnig sú stoðsendingahæsta í liðinu með 44 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 87 mörkum norska liðsins. Hún skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í úrslitaleiknum. Nora segist hafa haldið ró sinni þrátt fyrir að norska liðið hafi verið mikið undir í fyrri hálfleiknum. „Ég var í raun bara nokkuð róleg. Ég hugsaði að það væri aðeins við sem gætum gert eitthvað í þessu. Við urðum bara að halda áfram að berjast og ná þeim. Okkur tókst það og svo spiluðum við frábæran sóknarleik í seinni hálfleiknum. Þetta var leikur fyrir sögubækurnar,“ sagði Mörk. Er þetta magnaðasta endurkoma hennar á ferlinum í svona stórum leik. „Já án vafa. Ég var samt svo róleg. Það var engin pirringur eða reiði. Ég var svo fullkomlega yfirveguð. Ekki að þetta gengi örugglega upp heldur að við myndum gera það besta sem við gætum,“ sagði Mörk. HM 2021 í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Norsku stelpurnar gáfust hins vegar ekki upp, snéru leiknum við á augabragði í seinni hálfleiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Ein af hetjum norska liðsins var hægri skyttan Nora Mörk. Hún var ein af þeim sem töpuðu úrslitaleik HM 2017 á móti Frökkum og var ein af þeim sem leiddi endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum um helgina. Mørk etter VM-gullet: Glad jeg ikke ga opp https://t.co/Y4M0KjAhbQ— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 Frá því í úrslitaleiknum 2017 hafði Nora gengið í gegnum mikið mótlæti og meðal annars þurft að gangast undir margar hnéaðgerðir. Aðgerð á liðþófa þýddi að hún missti af EM 2018 og hún sleit síðan krossband árið eftir og missti þar með af HM 2019. Hún hjálpaði Noregi að verða Evrópumeistari 2020 en hefur alls þurft að fara í tíu hnéaðgerðir á ferlinum. Nora óttaðist enn ein hnémeiðslin þegar hún haltraði af velli í Meistaradeildarleik en slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli. Á árinu 2021 hefur hún hjálpað Vipers Kristiansand að vinna Meistaradeildina, unnið brons á Ólympíuleikunum og nú gull á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Ég er virkilega, virkilega ánægð, svo ánægð. Ég kann svo sannarlega að meta þetta. Ég þakka fyrir að hafa ekki gefist upp. Þetta eru verðlaun fyrir það sem ég hef lagt á mig og þetta er rosalega gaman,“ sagði Nora Mörk við Verdens Gang. Mörk varð markahæsti leikmaður norska liðsins á HM með 43 mörk og einnig sú stoðsendingahæsta í liðinu með 44 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 87 mörkum norska liðsins. Hún skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í úrslitaleiknum. Nora segist hafa haldið ró sinni þrátt fyrir að norska liðið hafi verið mikið undir í fyrri hálfleiknum. „Ég var í raun bara nokkuð róleg. Ég hugsaði að það væri aðeins við sem gætum gert eitthvað í þessu. Við urðum bara að halda áfram að berjast og ná þeim. Okkur tókst það og svo spiluðum við frábæran sóknarleik í seinni hálfleiknum. Þetta var leikur fyrir sögubækurnar,“ sagði Mörk. Er þetta magnaðasta endurkoma hennar á ferlinum í svona stórum leik. „Já án vafa. Ég var samt svo róleg. Það var engin pirringur eða reiði. Ég var svo fullkomlega yfirveguð. Ekki að þetta gengi örugglega upp heldur að við myndum gera það besta sem við gætum,“ sagði Mörk.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira