Bólusetningar hafa gert mikið gagn Marinó G. Njálsson skrifar 20. desember 2021 15:25 Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Marinó G. Njálsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun