Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2021 20:11 Þórður Rafn Sigurðsson (Rabbi á Dala-Rafni) í Vestmannaeyjum með ferðakompásinn sinn, sem hann keypti út í Mexíkó. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira