Pétur Ingvarsson: Þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 20:23 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega sáttur með sigurinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann öflugan sigur á Val í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að planið hafi gengið fullkomlega upp í dag. „Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
„Þetta var planið og það gekk upp í dag. Þetta var svona leikur sem við vorum búnir að leggja upp þannig að þeir myndu skora um 90 stig og við yrðum bara að skora meira. Við skorum 89 svo það var næstum því rétt,“ sagði Pétur. Liðin skiptust á að leiða leikinn en þegar leið á síðari hálfleikinn höfðu Valsmenn verið yfir í góðan tíma og stýrt hraða leiksins. Blikar hittu illa í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin gáfu þeir í og komust yfir þegar lítið var eftir. „Þeir eru að spila svona körfubolta og eru andstæður þess sem við erum að reyna að gera. Við vitum að þeir eru óskilvirkir sóknarlega þannig að við vorum bara þolinmóðir í þessu. Þeir eru ágætir varnarlega en þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega. Okkur var eiginlega drullu sama þó þeir væru að skjóta einhverjum skotum og setja þau því þeir eru mjög óskilvirkir. Þeir eru slakt sóknarlið þannig séð,“ sagði Pétur um lið Vals. Breiðablik hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir erfiða byrjun. Þeir hafa þó gefið flestum liðum hörkuleik en til að byrja með enduðu þeir öfugu megin að lokum. Pétur segir að þeir, líkt og önnur lið, ætli að stefna ofar í töflunni. „Ég hugsa nú að það sé ætlunin hjá öllum liðunum í deildinni, fyrir utan Keflavík eru þeir ekki efstir. Það eru allir að reyna að fara ofar og við þurfum bara á öllum sigrum að halda. Fyrir tveimur vikum síðan vorum við í botnbaráttu og núna erum við ennþá bara í baráttu sama hvar hún er.“, sagði Pétur. Fréttamaður spurði Pétur að lokum hvort Breiðablik stefni á úrslitakeppnina. „Við stefnum bara á næsta leik á móti Stjörnunni. Við erum þunnskipaðir og við þurfum bara að koma tilbúnir í þann leik. Það er bara næsta mál á dagskrá,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Breiðablik vann virkilega sterkan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Val í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 89-87 í háspennuleik. 16. desember 2021 19:48