Enginn leki reyndist kominn að Masilik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:59 Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Vísir/Vilhelm Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 00:00. Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni og biðst hún velverðingar á misskilningnum. Segir í tilkynningu að stærstur hluti áhafnar verði samt sem áður fluttur frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 23:40. Sjódælur úr Freyju hafa verið sendar um borð í Masilik og að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafa þær undan. Björgunarskip á vegum Landsbjargar munu sækja áhöfn Masilik úr Freyju og koma henni til hafnar í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að koma fiskiskipinu af strandstað í nótt. Enginn olíuleki er sjáanlegur. Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og flaug hún yfir svæðið til að meta aðstæður. Áhöfnin á Freyju undirbýr nú að koma dráttartaug á milli varðskipsins og Masilik en það er um 500 metra frá landi. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðstæður á strandstað eru sagðar ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur, eins og má kannski sjá á myndunum sem fylgja fréttinni og voru teknar í kvöld. Vind mun þá lægja eftir því sem líður á nóttina og er gert ráð fyrir að Freyja muni taka fiskiskipið í tog seinna í nótt en flóð verður um klukkan fimm. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að áhafnarmeðlimir Freyju hafi farið um borð í Masilik til að kanna skammdir og hvort leki væri kominn í skipið. Þeir hafi gengið um skipið hátt og lágt og farið niður í vélarrúm. Engin merki hafi verið um það að leki sé kominn að skipinu, sem sé strand á grynningum. Leki er kominn upp í skipinu.Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipið væri strandað um klukkan sjö í kvöld og óskaði skipstjóri þá eftir dráttarbát. Við nánari eftirgrennslan Gæslunnar kom í ljós að skipið væri strandað og þá tekin ákvörðun um að senda varðskip á staðinn. Nítján eru um borð í skipinu. Umhverfisstofnun og lögreglu var þá gert viðvart en eins og áður segir flaug þyrla Gæslunnar yfir svæðið í kvöld og varð, samkvæmt tilkynningu, áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum. Miðað við aðstæður á strandstað var ákveðið að áhöfn þyrlunnar færi aftur inn á flugvöll og væri þar í viðbragðsstöðu. Engin hætta er talin steðja að skipinu eða áhöfn þess. Björgunarsveitir Landsbjargar eru einnig til taks á svæðinu og er vettvangsstjórn í höndum skipherra varðskipsins Freyju. Hér að neðan má sjá staðsetningu skipsins. Bláu punktarnir eru björgunarbátarnir og appelsínuguli er Masilik. Landhelgisgæslan Vogar Björgunarsveitir Grænland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Uppfært klukkan 00:00. Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni og biðst hún velverðingar á misskilningnum. Segir í tilkynningu að stærstur hluti áhafnar verði samt sem áður fluttur frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 23:40. Sjódælur úr Freyju hafa verið sendar um borð í Masilik og að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafa þær undan. Björgunarskip á vegum Landsbjargar munu sækja áhöfn Masilik úr Freyju og koma henni til hafnar í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að koma fiskiskipinu af strandstað í nótt. Enginn olíuleki er sjáanlegur. Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og flaug hún yfir svæðið til að meta aðstæður. Áhöfnin á Freyju undirbýr nú að koma dráttartaug á milli varðskipsins og Masilik en það er um 500 metra frá landi. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðstæður á strandstað eru sagðar ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur, eins og má kannski sjá á myndunum sem fylgja fréttinni og voru teknar í kvöld. Vind mun þá lægja eftir því sem líður á nóttina og er gert ráð fyrir að Freyja muni taka fiskiskipið í tog seinna í nótt en flóð verður um klukkan fimm. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að áhafnarmeðlimir Freyju hafi farið um borð í Masilik til að kanna skammdir og hvort leki væri kominn í skipið. Þeir hafi gengið um skipið hátt og lágt og farið niður í vélarrúm. Engin merki hafi verið um það að leki sé kominn að skipinu, sem sé strand á grynningum. Leki er kominn upp í skipinu.Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipið væri strandað um klukkan sjö í kvöld og óskaði skipstjóri þá eftir dráttarbát. Við nánari eftirgrennslan Gæslunnar kom í ljós að skipið væri strandað og þá tekin ákvörðun um að senda varðskip á staðinn. Nítján eru um borð í skipinu. Umhverfisstofnun og lögreglu var þá gert viðvart en eins og áður segir flaug þyrla Gæslunnar yfir svæðið í kvöld og varð, samkvæmt tilkynningu, áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum. Miðað við aðstæður á strandstað var ákveðið að áhöfn þyrlunnar færi aftur inn á flugvöll og væri þar í viðbragðsstöðu. Engin hætta er talin steðja að skipinu eða áhöfn þess. Björgunarsveitir Landsbjargar eru einnig til taks á svæðinu og er vettvangsstjórn í höndum skipherra varðskipsins Freyju. Hér að neðan má sjá staðsetningu skipsins. Bláu punktarnir eru björgunarbátarnir og appelsínuguli er Masilik.
Landhelgisgæslan Vogar Björgunarsveitir Grænland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira