Viðræður við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2021 20:40 Gamli Herjólfur heitir núna Herjólfur III. Vísir/Vilhelm Gamli Herjólfur gæti fengið framhaldslíf í Færeyjum en samt þjónað áfram sem varaferja fyrir Vestmannaeyjar, samkvæmt viðræðum sem eiga sér stað við Færeyinga um samnýtingu skipsins. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að eftir að nýi Herjólfur komst í fullan rekstur fyrir tveimur árum hafi hlutverk þess gamla verið í talsverðri óvissu. „Að liggja verkefnalaust við bryggju fer illa með skip og rekstur og viðhald við þær aðstæður mjög kostnaðarsamt,“ segir í frétt Vegagerðarinnar þar sem skýrt er frá viðræðum við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf með einhverjum hætti. Nýi og gamli Herjólfur í Vestmannaeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Rekstrarfélag færeyskra ferja, Strandfaraskip, hafi sýnt áhuga á að taka Herjólf III í sína þjónustu sem uppbótarskip til að mæta álagstímum á siglingaleiðum innan Færeyja. „Skipið verður fullmannað og í reglubundinni notkun en ekki fast í áætlanasiglinum. Það þýðir að skipinu verður viðhaldið og áhöfn er til staðar og ferjan þá einungis í um sólarhrings fjarlægð frá Íslandi.“ Vegagerðin segir það þó grunnforsendu samninga að gamli Herjólfur verði aðgengilegur, þegar þörf reynist á, og verði þannig áfram varaferja fyrir nýja Herjólf. „Vestmannaeyjar eru háðar ferjusiglingum og hluti af því að búa við slíkar samgöngur er að geta reitt sig á varaleið þegar Herjólfur þarf að fara í reglubundið viðhald og ekki síður ef eitthvað óvænt kemur upp.“ Það sé því áhugavert að sjá hvort samnýta megi skipið bæði í Færeyjum og á Íslandi. Niðurstöðu viðræðna sé að vænta á næstu mánuðum. Vegagerðin segist vera búin að skoða ítarlega hvort skipið gæti komið í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á leiðinni milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Niðurstaðan sé sú að hafnarmannvirkin þar henti gamla Herjólfi engan veginn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vestmannaeyjar Samgöngur Færeyjar Stykkishólmur Vesturbyggð Ferjan Baldur Herjólfur Tengdar fréttir Ráðast í hönnun og útboð á hafnarmannvirkjum vegna Baldurs Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði. 7. október 2021 14:41 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. 10. maí 2021 23:24 Herjólfarnir sigla báðir um verslunarmannahelgina Ferjurnar nýi og gamli Herjólfur munu báðar sigla milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina. 30. júlí 2019 10:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að eftir að nýi Herjólfur komst í fullan rekstur fyrir tveimur árum hafi hlutverk þess gamla verið í talsverðri óvissu. „Að liggja verkefnalaust við bryggju fer illa með skip og rekstur og viðhald við þær aðstæður mjög kostnaðarsamt,“ segir í frétt Vegagerðarinnar þar sem skýrt er frá viðræðum við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf með einhverjum hætti. Nýi og gamli Herjólfur í Vestmannaeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Rekstrarfélag færeyskra ferja, Strandfaraskip, hafi sýnt áhuga á að taka Herjólf III í sína þjónustu sem uppbótarskip til að mæta álagstímum á siglingaleiðum innan Færeyja. „Skipið verður fullmannað og í reglubundinni notkun en ekki fast í áætlanasiglinum. Það þýðir að skipinu verður viðhaldið og áhöfn er til staðar og ferjan þá einungis í um sólarhrings fjarlægð frá Íslandi.“ Vegagerðin segir það þó grunnforsendu samninga að gamli Herjólfur verði aðgengilegur, þegar þörf reynist á, og verði þannig áfram varaferja fyrir nýja Herjólf. „Vestmannaeyjar eru háðar ferjusiglingum og hluti af því að búa við slíkar samgöngur er að geta reitt sig á varaleið þegar Herjólfur þarf að fara í reglubundið viðhald og ekki síður ef eitthvað óvænt kemur upp.“ Það sé því áhugavert að sjá hvort samnýta megi skipið bæði í Færeyjum og á Íslandi. Niðurstöðu viðræðna sé að vænta á næstu mánuðum. Vegagerðin segist vera búin að skoða ítarlega hvort skipið gæti komið í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á leiðinni milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Niðurstaðan sé sú að hafnarmannvirkin þar henti gamla Herjólfi engan veginn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vestmannaeyjar Samgöngur Færeyjar Stykkishólmur Vesturbyggð Ferjan Baldur Herjólfur Tengdar fréttir Ráðast í hönnun og útboð á hafnarmannvirkjum vegna Baldurs Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði. 7. október 2021 14:41 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. 10. maí 2021 23:24 Herjólfarnir sigla báðir um verslunarmannahelgina Ferjurnar nýi og gamli Herjólfur munu báðar sigla milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina. 30. júlí 2019 10:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Ráðast í hönnun og útboð á hafnarmannvirkjum vegna Baldurs Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði. 7. október 2021 14:41
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32
Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. 10. maí 2021 23:24
Herjólfarnir sigla báðir um verslunarmannahelgina Ferjurnar nýi og gamli Herjólfur munu báðar sigla milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina. 30. júlí 2019 10:35