Jogginggallinn jólagjöf ársins Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 15:31 Jogginggallinn er mættur aftur. Getty/Pedro Arquero Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. Hið vinsæla loftsteikingartæki hlaut ekki náð fyrir augum rýnihópsins sem valdi gjöfina út frá upplýsingum frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur. „Greinilegt er að ástandið sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan,“ segir í rökstuðningi RSV sem valdi síðast jólagjöf með þessum hætti árið 2015. „Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega.“ Stjörnur á borð við Billie Eilish eru óhræddar við að grípa í jogginggallann.Getty/WireImage/Rodin Eckenroth Heimafatnaður sem sé orðinn að tískuvöru Notalegur fatnaður er það sem bar oftast á góma í umræðum rýnihópsins og rímar það við jólagjafaóskir neytenda, samkvæmt netkönnun Prósents. Þar sögðust flestir óska eftir því að fá fatnað eða fylgihluti í jólagjöf, eða 17% svarenda. Næst á eftir komu bækur með 16%, „ýmislegt“ með 11% og gjafabréf og upplifun með 9%. „Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.“ Fatnaðurinn er sagður vinsæll meðal neytenda og falla einstaklega vel að tíðarandanum, sé bæði heimagalli og tískuvara, auk þess að vera fyrir alla aldurshópa og öll kyn. „Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara. En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims,“ segir í rökstuðningi RSV. AirFryer kom einnig til greina Loftsteikingartæki eða AirFryer var einnig nefndur til sögunnar í vali rýnihópsins en tækið virðist vera með vinsælustu raftækjunum í ár. Benda upplýsingar frá verslunum til þess að minnsta kosti 1.600 eintök hafi selst hér á landi í nóvember og sé þar með ein mest selda sérvara mánaðarins. „Svipa vinsældir hans jafnvel til fótanuddtækisins sem var svo vinsælt hér um árið. Líklega hafa nuddbyssur verið fótanuddtæki ársins 2020 ef marka má umræður rýnihópsins.“ Fyrri jólagjafir RSV 2006 Ávaxta- og grænmetispressa 2007 GPS staðsetningatæki 2008 Íslensk hönnun 2009 Jákvæð upplifun 2010 Íslensk lopapeysa 2011 Spjaldtölva 2012 Íslensk tónlist 2013 Lífstílsbók 2014 Nytjalist 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól Jól Verslun Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Hið vinsæla loftsteikingartæki hlaut ekki náð fyrir augum rýnihópsins sem valdi gjöfina út frá upplýsingum frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur. „Greinilegt er að ástandið sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan,“ segir í rökstuðningi RSV sem valdi síðast jólagjöf með þessum hætti árið 2015. „Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega.“ Stjörnur á borð við Billie Eilish eru óhræddar við að grípa í jogginggallann.Getty/WireImage/Rodin Eckenroth Heimafatnaður sem sé orðinn að tískuvöru Notalegur fatnaður er það sem bar oftast á góma í umræðum rýnihópsins og rímar það við jólagjafaóskir neytenda, samkvæmt netkönnun Prósents. Þar sögðust flestir óska eftir því að fá fatnað eða fylgihluti í jólagjöf, eða 17% svarenda. Næst á eftir komu bækur með 16%, „ýmislegt“ með 11% og gjafabréf og upplifun með 9%. „Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.“ Fatnaðurinn er sagður vinsæll meðal neytenda og falla einstaklega vel að tíðarandanum, sé bæði heimagalli og tískuvara, auk þess að vera fyrir alla aldurshópa og öll kyn. „Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara. En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims,“ segir í rökstuðningi RSV. AirFryer kom einnig til greina Loftsteikingartæki eða AirFryer var einnig nefndur til sögunnar í vali rýnihópsins en tækið virðist vera með vinsælustu raftækjunum í ár. Benda upplýsingar frá verslunum til þess að minnsta kosti 1.600 eintök hafi selst hér á landi í nóvember og sé þar með ein mest selda sérvara mánaðarins. „Svipa vinsældir hans jafnvel til fótanuddtækisins sem var svo vinsælt hér um árið. Líklega hafa nuddbyssur verið fótanuddtæki ársins 2020 ef marka má umræður rýnihópsins.“ Fyrri jólagjafir RSV 2006 Ávaxta- og grænmetispressa 2007 GPS staðsetningatæki 2008 Íslensk hönnun 2009 Jákvæð upplifun 2010 Íslensk lopapeysa 2011 Spjaldtölva 2012 Íslensk tónlist 2013 Lífstílsbók 2014 Nytjalist 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól
Jól Verslun Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent