Jogginggallinn jólagjöf ársins Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 15:31 Jogginggallinn er mættur aftur. Getty/Pedro Arquero Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. Hið vinsæla loftsteikingartæki hlaut ekki náð fyrir augum rýnihópsins sem valdi gjöfina út frá upplýsingum frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur. „Greinilegt er að ástandið sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan,“ segir í rökstuðningi RSV sem valdi síðast jólagjöf með þessum hætti árið 2015. „Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega.“ Stjörnur á borð við Billie Eilish eru óhræddar við að grípa í jogginggallann.Getty/WireImage/Rodin Eckenroth Heimafatnaður sem sé orðinn að tískuvöru Notalegur fatnaður er það sem bar oftast á góma í umræðum rýnihópsins og rímar það við jólagjafaóskir neytenda, samkvæmt netkönnun Prósents. Þar sögðust flestir óska eftir því að fá fatnað eða fylgihluti í jólagjöf, eða 17% svarenda. Næst á eftir komu bækur með 16%, „ýmislegt“ með 11% og gjafabréf og upplifun með 9%. „Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.“ Fatnaðurinn er sagður vinsæll meðal neytenda og falla einstaklega vel að tíðarandanum, sé bæði heimagalli og tískuvara, auk þess að vera fyrir alla aldurshópa og öll kyn. „Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara. En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims,“ segir í rökstuðningi RSV. AirFryer kom einnig til greina Loftsteikingartæki eða AirFryer var einnig nefndur til sögunnar í vali rýnihópsins en tækið virðist vera með vinsælustu raftækjunum í ár. Benda upplýsingar frá verslunum til þess að minnsta kosti 1.600 eintök hafi selst hér á landi í nóvember og sé þar með ein mest selda sérvara mánaðarins. „Svipa vinsældir hans jafnvel til fótanuddtækisins sem var svo vinsælt hér um árið. Líklega hafa nuddbyssur verið fótanuddtæki ársins 2020 ef marka má umræður rýnihópsins.“ Fyrri jólagjafir RSV 2006 Ávaxta- og grænmetispressa 2007 GPS staðsetningatæki 2008 Íslensk hönnun 2009 Jákvæð upplifun 2010 Íslensk lopapeysa 2011 Spjaldtölva 2012 Íslensk tónlist 2013 Lífstílsbók 2014 Nytjalist 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól Jól Verslun Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Hið vinsæla loftsteikingartæki hlaut ekki náð fyrir augum rýnihópsins sem valdi gjöfina út frá upplýsingum frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur. „Greinilegt er að ástandið sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan,“ segir í rökstuðningi RSV sem valdi síðast jólagjöf með þessum hætti árið 2015. „Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega.“ Stjörnur á borð við Billie Eilish eru óhræddar við að grípa í jogginggallann.Getty/WireImage/Rodin Eckenroth Heimafatnaður sem sé orðinn að tískuvöru Notalegur fatnaður er það sem bar oftast á góma í umræðum rýnihópsins og rímar það við jólagjafaóskir neytenda, samkvæmt netkönnun Prósents. Þar sögðust flestir óska eftir því að fá fatnað eða fylgihluti í jólagjöf, eða 17% svarenda. Næst á eftir komu bækur með 16%, „ýmislegt“ með 11% og gjafabréf og upplifun með 9%. „Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.“ Fatnaðurinn er sagður vinsæll meðal neytenda og falla einstaklega vel að tíðarandanum, sé bæði heimagalli og tískuvara, auk þess að vera fyrir alla aldurshópa og öll kyn. „Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara. En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims,“ segir í rökstuðningi RSV. AirFryer kom einnig til greina Loftsteikingartæki eða AirFryer var einnig nefndur til sögunnar í vali rýnihópsins en tækið virðist vera með vinsælustu raftækjunum í ár. Benda upplýsingar frá verslunum til þess að minnsta kosti 1.600 eintök hafi selst hér á landi í nóvember og sé þar með ein mest selda sérvara mánaðarins. „Svipa vinsældir hans jafnvel til fótanuddtækisins sem var svo vinsælt hér um árið. Líklega hafa nuddbyssur verið fótanuddtæki ársins 2020 ef marka má umræður rýnihópsins.“ Fyrri jólagjafir RSV 2006 Ávaxta- og grænmetispressa 2007 GPS staðsetningatæki 2008 Íslensk hönnun 2009 Jákvæð upplifun 2010 Íslensk lopapeysa 2011 Spjaldtölva 2012 Íslensk tónlist 2013 Lífstílsbók 2014 Nytjalist 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól
Jól Verslun Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent