Losað um spennitreyjuna Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir skrifa 15. desember 2021 13:00 Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu. Á kjörtímabilinu hefur rekstur Seltjarnarnessbæjar verið í spennitreyju peningaleysis. Uppsafnaður halli af rekstri bæjarsjóðs á tímabilinu er yfir 700 milljónir. Gífurleg orka kjörinna fulltrúa, stjórnenda og starfsfólks hefur farið í að skera niður kostnað og orðið vel ágengt. Á sama tíma hefur ánægja bæjarbúa með þjónustu bæjarins hrapað. Fjárhagsáætlanir bæjarins á árabilinu 2015-2020 hafa að jafnaði staðist illa. Frá 2015 hefur raunafkoman verið að meðaltali 204 milljónum lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Ýmsar áskoranir standa fyrir dyrum. Órói á vinnumarkaði ber þar hæst, en einnig liggur fyrir að vextir muni hækka, og að veiran skæða sýnir engan bilbug. Það var því heldur ólíklegt að sá fimm milljón króna afgangur sem ráðgerður var myndi standast. Á samráðsfundi minnihlutans í bæjarstjórn ákváðum við þrjú að leggja fram tillögu um hækkun útsvars í bæjarfélaginu. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð. En þegar við blasir að rekstur sveitarfélagsins hefur verið ósjálfbær í heilt kjörtímabil og skuldir hafa hlaðist upp þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, er ekki margt annað í stöðunni en að íbúarnir axli sína ábyrgð. Nú fór svo að hinn reyndi sveitarstjórnarmaður Bjarni Torfi Álfþórsson komst að sömu niðurstöðu og við og því mun útsvar á Seltjarnarnesi hækka úr 13,7% í 14,09% um áramót. Þetta þýðir að mánaðarlegt útsvar einstaklings með meðallaun hækkar um tæp þrjú þúsund á mánuði. En þetta þýðir líka að tekjur bæjarins hækka um 96 milljónir á árinu 2022, sem losar ögn um fjárhagslega spennitreyju sveitarfélagsins. Það gerir nýrri bæjarstjórn, sem tekur við í maí næstkomandi aukið svigrúm til að snúa vörn í sókn í þjónustu bæjarins við íbúa. Af því erum við stolt. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu. Á kjörtímabilinu hefur rekstur Seltjarnarnessbæjar verið í spennitreyju peningaleysis. Uppsafnaður halli af rekstri bæjarsjóðs á tímabilinu er yfir 700 milljónir. Gífurleg orka kjörinna fulltrúa, stjórnenda og starfsfólks hefur farið í að skera niður kostnað og orðið vel ágengt. Á sama tíma hefur ánægja bæjarbúa með þjónustu bæjarins hrapað. Fjárhagsáætlanir bæjarins á árabilinu 2015-2020 hafa að jafnaði staðist illa. Frá 2015 hefur raunafkoman verið að meðaltali 204 milljónum lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Ýmsar áskoranir standa fyrir dyrum. Órói á vinnumarkaði ber þar hæst, en einnig liggur fyrir að vextir muni hækka, og að veiran skæða sýnir engan bilbug. Það var því heldur ólíklegt að sá fimm milljón króna afgangur sem ráðgerður var myndi standast. Á samráðsfundi minnihlutans í bæjarstjórn ákváðum við þrjú að leggja fram tillögu um hækkun útsvars í bæjarfélaginu. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð. En þegar við blasir að rekstur sveitarfélagsins hefur verið ósjálfbær í heilt kjörtímabil og skuldir hafa hlaðist upp þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, er ekki margt annað í stöðunni en að íbúarnir axli sína ábyrgð. Nú fór svo að hinn reyndi sveitarstjórnarmaður Bjarni Torfi Álfþórsson komst að sömu niðurstöðu og við og því mun útsvar á Seltjarnarnesi hækka úr 13,7% í 14,09% um áramót. Þetta þýðir að mánaðarlegt útsvar einstaklings með meðallaun hækkar um tæp þrjú þúsund á mánuði. En þetta þýðir líka að tekjur bæjarins hækka um 96 milljónir á árinu 2022, sem losar ögn um fjárhagslega spennitreyju sveitarfélagsins. Það gerir nýrri bæjarstjórn, sem tekur við í maí næstkomandi aukið svigrúm til að snúa vörn í sókn í þjónustu bæjarins við íbúa. Af því erum við stolt. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar á Seltjarnarnesi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun