Skammdegið - þú veist Martha Árnadóttir skrifar 15. desember 2021 12:00 Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar