„Tíu fingur, tíu tær og alveg fullkominn. Velkominn í heiminn draumadrengur,“ skrifar söngdívan við myndirnar. Elísabet og Sindri byrjuðu saman í lok síðasta árs. Þetta er fyrsta barn Elísabetar en Sindri á barn fyrir úr fyrra sambandi.
Á meðgöngunni grínaðist Elísabet með að það yrði erfitt að velja ættarnafn fyrir barnið.
„Michelsen, Ormslev, Möller, Petersen eða Knudsen koma til greina.“