Breytt hugsun stjórnenda Bragi Bjarnason skrifar 15. desember 2021 09:31 Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Bragi Bjarnason Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun