Staða kvenna í orkumálum styrkist og þær með ákvörðunarvald í 36 prósent tilfella Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. desember 2021 13:01 Ný skýrsla um stöðu kvenna í orkumálum var kynnt í dag. Mynd/Konur í orkumálum Staða kvenna í orkumgeiranum á Íslandi hefur styrkst töluvert á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Ákvörðunarvald liggur nú hjá konum í 36 prósent tilfella. Formaður félags Kvenna í orkumálum segist ánægð með niðurstöðurnar en þó séu enn tækifæri til að sækja fram. Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti og kom fyrsta skýrslan út árið 2017. Þriðja skýrslan kom út í dag og var hún unnin af EY. Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður Kvenna í orkumálum, segir nýjustu skýrsluna mjög jákvæða. „Við sjáum breytingar á hlutföllum sem eru að færast í rétta átt sem er gríðarlega jákvætt og mikið fagnaðarefni. Við erum að sjá til dæmis að hlutfall kvenkyns stjórnarformanna er að fara úr 25 prósent í 58 prósent á aðeins fjórum árum,“ segir Harpa. Þá er jafnframt aukning í fjölda kvenkyns framkvæmdastjóra frá því í síðustu skýrslu og er hlutfall kvenna nú 46 prósent, sem er tíu prósent aukning frá því fyrir tveimur árum. Hlutfall kvenkyns forstjóra lækkar þó milli ára og er nú aðeins átta prósent. Aðeins ein kona er forstjóri þeirra tólf fyrirtækja sem skýrslan tók fyrir, en þær voru tvær í síðustu skýrslu. Hlutfall kvenna í stöðu meðstjórnenda, forstjóra, og deildarforstjóra lækkar milli ára. Mynd/Konur í orkumálum „Þarna eru klárlega tækifæri til þess að sækja fram og við gerum bara kröfu um að við sjáum betri tölur. Við væntum þess að við sjáum betri tölur í næstu skýrslum, varðandi forstjórastöðurnar,“ segir Harpa. Á sama tíma fjölgar þó konum í almennum stöðugildum og er hlutfallið nú 27 prósent. Þá liggur ákvörðunarvald hjá konum í 36 prósent tilfella, samanborið við 30 prósent árið 2017. „Þarna sjáum við bara á þessum stutta tíma sex prósent aukningu á ákvörðunarvaldi kvenna innan orkugeirans og þetta er einmitt það sem við viljum sjá. Það mætti kannski gerast hraðar en við erum samt sem áður mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Harpa. Harpa bindur vonir við að næsta skýrsla sýni fram á enn betri stöðu kvenna innan orkugeirans á Íslandi. „Það væri frábært ef við gætum sagt það að eftir tvö ár værum við komin yfir 40 prósent markið, það er að segja farin að nálgast 50/50 hlutfall, það er auðvitað sú staða sem við viljum vera í,“ segir Harpa. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér. Orkumál Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti og kom fyrsta skýrslan út árið 2017. Þriðja skýrslan kom út í dag og var hún unnin af EY. Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður Kvenna í orkumálum, segir nýjustu skýrsluna mjög jákvæða. „Við sjáum breytingar á hlutföllum sem eru að færast í rétta átt sem er gríðarlega jákvætt og mikið fagnaðarefni. Við erum að sjá til dæmis að hlutfall kvenkyns stjórnarformanna er að fara úr 25 prósent í 58 prósent á aðeins fjórum árum,“ segir Harpa. Þá er jafnframt aukning í fjölda kvenkyns framkvæmdastjóra frá því í síðustu skýrslu og er hlutfall kvenna nú 46 prósent, sem er tíu prósent aukning frá því fyrir tveimur árum. Hlutfall kvenkyns forstjóra lækkar þó milli ára og er nú aðeins átta prósent. Aðeins ein kona er forstjóri þeirra tólf fyrirtækja sem skýrslan tók fyrir, en þær voru tvær í síðustu skýrslu. Hlutfall kvenna í stöðu meðstjórnenda, forstjóra, og deildarforstjóra lækkar milli ára. Mynd/Konur í orkumálum „Þarna eru klárlega tækifæri til þess að sækja fram og við gerum bara kröfu um að við sjáum betri tölur. Við væntum þess að við sjáum betri tölur í næstu skýrslum, varðandi forstjórastöðurnar,“ segir Harpa. Á sama tíma fjölgar þó konum í almennum stöðugildum og er hlutfallið nú 27 prósent. Þá liggur ákvörðunarvald hjá konum í 36 prósent tilfella, samanborið við 30 prósent árið 2017. „Þarna sjáum við bara á þessum stutta tíma sex prósent aukningu á ákvörðunarvaldi kvenna innan orkugeirans og þetta er einmitt það sem við viljum sjá. Það mætti kannski gerast hraðar en við erum samt sem áður mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Harpa. Harpa bindur vonir við að næsta skýrsla sýni fram á enn betri stöðu kvenna innan orkugeirans á Íslandi. „Það væri frábært ef við gætum sagt það að eftir tvö ár værum við komin yfir 40 prósent markið, það er að segja farin að nálgast 50/50 hlutfall, það er auðvitað sú staða sem við viljum vera í,“ segir Harpa. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.
Orkumál Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira