Fengu pítsu og kók en nöguðu líka neglur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 14:31 Svíarnir nutu þess að gæða sér á pítsum um leið og þess var beðið að sjá hvort Svíþjóð kæmist í 8-liða úrslitin. Instagram/@handbollslandslaget Það var spennuþrungið andrúmsloft á hóteli sænska kvennalandsliðsins í handbolta í gærkvöld þegar liðið beið þess að vita örlög sín á HM á Spáni. Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland. HM 2021 í handbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn