Fengu pítsu og kók en nöguðu líka neglur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 14:31 Svíarnir nutu þess að gæða sér á pítsum um leið og þess var beðið að sjá hvort Svíþjóð kæmist í 8-liða úrslitin. Instagram/@handbollslandslaget Það var spennuþrungið andrúmsloft á hóteli sænska kvennalandsliðsins í handbolta í gærkvöld þegar liðið beið þess að vita örlög sín á HM á Spáni. Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland. HM 2021 í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira