Umfjöllun og myndir: Valur - Njarðvík 72-71 | Valsmenn í undanúrslit eftir sigur á bikarmeisturunum Andri Már Eggertsson skrifar 13. desember 2021 22:00 Kristófer Acox var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur er síðasta liðið til að tryggja sér farseðil í undanúrslit VÍS bikarsins. Valur vann eins stigs sigur gegn ríkjandi bikarmeisturum Njarðvíkur 72-71. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins einkenndust af áhlaupum. Þegar Njarðvík komst yfir 11-15 tók Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, leikhlé og við það breyttist leikur Vals. Finnur Freyr Stefánsson tók leikhlé 4 stigum undirVísir/Hulda Margrét Það gekk allt upp hjá heimamönnum sem gerðu 14 stig á meðan Njarðvík gerði 1 stig á þremur mínútum. Valur var níu stigum yfir þegar 1. leikhluti kláraðist. Haukur Helgi Pálsson sem er nýstiginn upp úr meiðslum lét til sín taka í öðrum leikhluta og gerði 8 stig. Gestirnir voru töluvert sterkari aðilinn í öðrum leikhluta sem þeir unnu með 13 stigum. Það var mikið um flott tilþrif í fyrri hálfleik en hinn 38 ára gamli Fotios Lampropoulos átti það flottasta. Richotti gaf aftur fyrir bak sendingu á Fotios sem tróð yfir Kára Jónsson. Haukur Helgi gerði 8 stig í öðrum leikhlutaVísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik var 40-44. Njarðvík byrjaði seinni hálfleik afar illa. Valur gerði fyrstu átta stigin í seinni hálfleik. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, tók þá leikhlé og reyndi að blása lífi í sóknarleik Njarðvíkur. Valur var alltaf einu skrefi á undan Njarðvík í 3. leikhluta og áttu gestirnir í miklum vandræðum með sóknarleik Vals þar til undir lok leikhlutans þegar bæði lið fóru að taka barnaleg skot. Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, spilaði sinn fyrsta leik síðan hann meiddist í 3. umferð gegn Val. Logi byrjaði 4. leikhluta á að setja niður þriggja stiga körfu sem voru hans einu stig í leiknum. Logi Gunnarsson sneri aftur eftir meiðsliVísir/Hulda Margrét Það kom undarlegur kafli skömmu síðar þar sem bæði lið skoruðu ekki stig í tæplega fimm mínútur. Hvort sem það voru víti, þriggja stiga eða skot nálægt hringnum boltinn vildi ekki ofan í og var þetta orðið hálf neyðarlegt fyrir bæði lið. Kári Jónsson braut svo loks ísinn. Njarðvík gerði heiðarlega tilraun til að koma til baka sex stigum undir þegar 1 mínúta og 42 sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir gerðu fimm stig í röð og fengu síðustu sókn leiksins. Nicolas Richotti fékk sniðskot sem hann klikkað á. Valur vann leikinn á endanum 72-71 og verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit. Kristófer treðurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Það var aðeins eitt stig sem skildi liðin að. Nicolas Richotti, leikmaður Njarðvíkur, klikkaði á opnu sniðskoti þegar leikurinn var í þann mund að klárast og þar við sat. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox átti stórleik í kvöld. Kristófer gerði 25 stig, tók 12 fráköst og var með 30 framlagspunkta. Dedrick Deon Basile dró vagn Njarðvíkur þegar mest á reyndi. Hann skoraði 19 stig í seinni hálfleik og gerði 24 stig í heildina. Hvað gekk illa? Valur fór afar illa með þriggja stiga skotin. Valur tók 24 þriggja stiga skot og hitti úr 4 sem er 16 prósent nýting. Njarðvík var heilt yfir að hitta illa í leiknum. Njarðvík var aðeins með 38 prósent nýtingu í opnum leik. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Breiðablik og Valur í Smáranum klukkan 18:15. Njarðvík og ÍR mætast í Ljónagryfjunni næsta fimmtudag klukkan 19:15. Myndir Basile gerði 24 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Callum Lawson í traffíkVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur,Vísir/Hulda Margrét Gunnlaugur Briem, flautaði leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kári missti af síðasta leik en var mættur í Vals treyjuna í kvöldVísir/Hulda Margrét Íslenski körfuboltinn Valur UMF Njarðvík
Valur er síðasta liðið til að tryggja sér farseðil í undanúrslit VÍS bikarsins. Valur vann eins stigs sigur gegn ríkjandi bikarmeisturum Njarðvíkur 72-71. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins einkenndust af áhlaupum. Þegar Njarðvík komst yfir 11-15 tók Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, leikhlé og við það breyttist leikur Vals. Finnur Freyr Stefánsson tók leikhlé 4 stigum undirVísir/Hulda Margrét Það gekk allt upp hjá heimamönnum sem gerðu 14 stig á meðan Njarðvík gerði 1 stig á þremur mínútum. Valur var níu stigum yfir þegar 1. leikhluti kláraðist. Haukur Helgi Pálsson sem er nýstiginn upp úr meiðslum lét til sín taka í öðrum leikhluta og gerði 8 stig. Gestirnir voru töluvert sterkari aðilinn í öðrum leikhluta sem þeir unnu með 13 stigum. Það var mikið um flott tilþrif í fyrri hálfleik en hinn 38 ára gamli Fotios Lampropoulos átti það flottasta. Richotti gaf aftur fyrir bak sendingu á Fotios sem tróð yfir Kára Jónsson. Haukur Helgi gerði 8 stig í öðrum leikhlutaVísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik var 40-44. Njarðvík byrjaði seinni hálfleik afar illa. Valur gerði fyrstu átta stigin í seinni hálfleik. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, tók þá leikhlé og reyndi að blása lífi í sóknarleik Njarðvíkur. Valur var alltaf einu skrefi á undan Njarðvík í 3. leikhluta og áttu gestirnir í miklum vandræðum með sóknarleik Vals þar til undir lok leikhlutans þegar bæði lið fóru að taka barnaleg skot. Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, spilaði sinn fyrsta leik síðan hann meiddist í 3. umferð gegn Val. Logi byrjaði 4. leikhluta á að setja niður þriggja stiga körfu sem voru hans einu stig í leiknum. Logi Gunnarsson sneri aftur eftir meiðsliVísir/Hulda Margrét Það kom undarlegur kafli skömmu síðar þar sem bæði lið skoruðu ekki stig í tæplega fimm mínútur. Hvort sem það voru víti, þriggja stiga eða skot nálægt hringnum boltinn vildi ekki ofan í og var þetta orðið hálf neyðarlegt fyrir bæði lið. Kári Jónsson braut svo loks ísinn. Njarðvík gerði heiðarlega tilraun til að koma til baka sex stigum undir þegar 1 mínúta og 42 sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir gerðu fimm stig í röð og fengu síðustu sókn leiksins. Nicolas Richotti fékk sniðskot sem hann klikkað á. Valur vann leikinn á endanum 72-71 og verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit. Kristófer treðurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Það var aðeins eitt stig sem skildi liðin að. Nicolas Richotti, leikmaður Njarðvíkur, klikkaði á opnu sniðskoti þegar leikurinn var í þann mund að klárast og þar við sat. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox átti stórleik í kvöld. Kristófer gerði 25 stig, tók 12 fráköst og var með 30 framlagspunkta. Dedrick Deon Basile dró vagn Njarðvíkur þegar mest á reyndi. Hann skoraði 19 stig í seinni hálfleik og gerði 24 stig í heildina. Hvað gekk illa? Valur fór afar illa með þriggja stiga skotin. Valur tók 24 þriggja stiga skot og hitti úr 4 sem er 16 prósent nýting. Njarðvík var heilt yfir að hitta illa í leiknum. Njarðvík var aðeins með 38 prósent nýtingu í opnum leik. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Breiðablik og Valur í Smáranum klukkan 18:15. Njarðvík og ÍR mætast í Ljónagryfjunni næsta fimmtudag klukkan 19:15. Myndir Basile gerði 24 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Callum Lawson í traffíkVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur,Vísir/Hulda Margrét Gunnlaugur Briem, flautaði leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kári missti af síðasta leik en var mættur í Vals treyjuna í kvöldVísir/Hulda Margrét
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti