Varaformaður Kennarasambands Íslands: Staðgengill eða eitthvað meira? Simon Cramer Larsen skrifar 11. desember 2021 18:00 Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar