Borgarstjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2021 12:21 Dagur B. Eggertsson stakk sér tandurhreinn til sunds. Reykjavíkurborg Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar. Húsnæðinu í Úlfarsárdal er ætlað að vera miðstöð mennta, menningar og íþrótta en mannvirkið í heild er um 18 þúsund fermetrar. Sundlaug og bókasafn deila afgreiðslu en í miðstöðinni er einnig Dalskóli, samrekinn leik- og grunnskóli, ásamt frístundaheimili. Í sumarbyrjun 2022 bætist íþróttahús knattspyrnufélagsins Fram við - og síðar sama ár verður keppnisvöllur utanhúss vígður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir þetta eina stærstu framkvæmd sem borgin hefur ráðist í frá upphafi. Borgarstjóri fékk aðstoð við að klippa á borðann.Reykjavíkurborg „Og sú langstærsta á þessu sviði. Fyrir mig persónulega sem elst upp í Árbænum þá átti maður því að venjast að það tók áratugi og áratugi ofan að sundlaugin og íþróttahúsið og bókasafnið kæmi. Þannig að það er alveg einstök ánægja sem fylgir því að opna þetta á meðan úlfarsárdalurinn er enn þá að byggjast,“ segir Dagur. Framkvæmdatíminn er orðinn um sex ár og Dagur segir ljóst að miðstöðin sé langþráð. Bókasafnið í Úlfarsárdal verður sjöunda safn Borgarbókasafnsins en það verður opið á opnunartíma sundlaugarinnar, frá hálf sjö á morgnana til tíu á kvöldin. Skellti sér í sturtu í morgun Hin nýja Dalslaug er áttunda almenningssundlaug Reykjavíkur en síðast var ný sundlaug opnuð í Reykjavík árið 1998, Grafarvogslaug. Eftirvænting eftir nýrri laug, og opnun miðstöðvarinnar allrar, ruglaði borgarstjóra örlítið í ríminu í morgun. „Ég steingleymdi að ég væri að fara í sund að vígja laugina og smellti mér bara í sturtu,“ segir hann. Þannig fari hann allavega tvisvar í bað í dag. „Það er auðvitað alveg sérstaklega ánægjulegt að mæta alveg tandurhreinn í nýju sundlaugina í Úlfarsárdal,“ segir borgarstjóri. Dagur segir að ákveðið hafi verið að teygja opnunarhátíðina yfir helgina vegna sóttvarnatakmarkanna. Þannig verði frítt ofan í laugina um helgina og allir velkomnir til að skoða bókasafnið og skólann fyrir eða eftir sundferð. „Þannig þetta verður ein allsherjar hverfis- og borgarhátíð,“ segir Dagur B. Eggertsson að lokum. Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Húsnæðinu í Úlfarsárdal er ætlað að vera miðstöð mennta, menningar og íþrótta en mannvirkið í heild er um 18 þúsund fermetrar. Sundlaug og bókasafn deila afgreiðslu en í miðstöðinni er einnig Dalskóli, samrekinn leik- og grunnskóli, ásamt frístundaheimili. Í sumarbyrjun 2022 bætist íþróttahús knattspyrnufélagsins Fram við - og síðar sama ár verður keppnisvöllur utanhúss vígður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir þetta eina stærstu framkvæmd sem borgin hefur ráðist í frá upphafi. Borgarstjóri fékk aðstoð við að klippa á borðann.Reykjavíkurborg „Og sú langstærsta á þessu sviði. Fyrir mig persónulega sem elst upp í Árbænum þá átti maður því að venjast að það tók áratugi og áratugi ofan að sundlaugin og íþróttahúsið og bókasafnið kæmi. Þannig að það er alveg einstök ánægja sem fylgir því að opna þetta á meðan úlfarsárdalurinn er enn þá að byggjast,“ segir Dagur. Framkvæmdatíminn er orðinn um sex ár og Dagur segir ljóst að miðstöðin sé langþráð. Bókasafnið í Úlfarsárdal verður sjöunda safn Borgarbókasafnsins en það verður opið á opnunartíma sundlaugarinnar, frá hálf sjö á morgnana til tíu á kvöldin. Skellti sér í sturtu í morgun Hin nýja Dalslaug er áttunda almenningssundlaug Reykjavíkur en síðast var ný sundlaug opnuð í Reykjavík árið 1998, Grafarvogslaug. Eftirvænting eftir nýrri laug, og opnun miðstöðvarinnar allrar, ruglaði borgarstjóra örlítið í ríminu í morgun. „Ég steingleymdi að ég væri að fara í sund að vígja laugina og smellti mér bara í sturtu,“ segir hann. Þannig fari hann allavega tvisvar í bað í dag. „Það er auðvitað alveg sérstaklega ánægjulegt að mæta alveg tandurhreinn í nýju sundlaugina í Úlfarsárdal,“ segir borgarstjóri. Dagur segir að ákveðið hafi verið að teygja opnunarhátíðina yfir helgina vegna sóttvarnatakmarkanna. Þannig verði frítt ofan í laugina um helgina og allir velkomnir til að skoða bókasafnið og skólann fyrir eða eftir sundferð. „Þannig þetta verður ein allsherjar hverfis- og borgarhátíð,“ segir Dagur B. Eggertsson að lokum.
Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira