Jú, það er komið nóg Inga Auðbjörg Straumland skrifar 11. desember 2021 10:00 Eftir fordæmalausa þolinmæði þjóðarinnar gagnvart stjórnarmyndun þingmeirihlutans hefur nú loksins litið dagsins ljós fjárlagafrumvarp ársins 2022. Fá hafa vafalaust iðað meira í skinninu eftir því að blaða í rafrænum talnarunum fjárlaga heldur en forsvarsfólks þeirra félagasamtaka sem eiga starfsemi sína að einhverju leyti undir þeim tölustöfum sem birtast svart á hvítu í frumvarpinu. Ég verð því að viðurkenna, að eftir að hafa flett upp útgjaldaliðnum sóknargjöld í frumvarpi og fylgiskjölum, hef ég verið að furða mig á þögn þjóðkirkjunnar. En nú hefur þrúgandi þögnin verið rofin, enda hefur biskupsritari nú sent inn umsögn í nafni Biskupsstofu og birt samhljóða grein um leið. Við hjá Siðmennt erum stundum sökuð um að koma litlu öðru á framfæri en gagnrýni á þjóðkirkjufyrirkomulagið, svo ég hef reynt að halda að mér höndum svona korter í Kristsmessu, en ég verð þó að brjóta odd af oflæti mínu og fá að svara grein Péturs G. Markan í örfáum orðum. Forsagan í hnotskurn Forsagan er þessi í örstuttu máli: Árið 1987 tók ríkið yfir innheimtu sóknargjalda á landsvísu en fram að því hafði það réttilega verið innheimt af Kirkjunni sjálfri. Miðað var við ákveðna upphæð og átti svo að uppfæra þá upphæð með tilliti til verðlagsbreytinga á ári hverju. Í hruninu voru forsendur brostnar og ríkið lækkaði upphæðina, sem gjarnan er framsett sem ákveðin upphæð á mánuði, per skráðan einstakling. Nú telur þjóðkirkjan sig hlunnfarna, vill að miðað sé við upphæðina frá því fyrir hrun, framreiknaða miðað við verðlag ársins í ár, og kvartar reglulega yfir þessu. Þá voru sóknargjöld hækkuð tímabundið til eins árs í fyrra, en risafélög eins og þjóðkirkjuna munar um minna; hækkunin hljóðaði upp á tugmilljónir í hverjum mánuði. Nú gerir frumvarpið ekki ráð fyrir því að hin tímabundna hækkun haldi sér og það er ástæða þess að biskupritari steytir hnefann og spyr hvort ekki sé komið nóg. Og jú, það er komið nóg Ég er heldur betur komin með nóg af því tilkalli sem þetta útvalda trúfélag telur sig hafa í íslensku þjóðfélagi. Ég er komin með nóg af tilkalli til fjármuna og nóg af tilkalli til félagslegrar stöðu, lagalegrar stöðu og forréttinda. Og í raun þykir mér biskupsritari skrifa sig sjálfur inn í þetta hlutverk freka kallsins, því greinin er útötuð í orðalagi sem sæmir ekki formlegum umsagnaskrifum biskupsritara til ríkisins, þar sem rætt er um svikin loforð, stuld á sjóðum trúfélaganna og ígildi fjárdráttar. Þá leyfir biskupsritari sér ítrekað að koma fram fyrir hönd allra trúfélaga með orðalagi sínu, í stað þess að tala fyrir sig og sitt félag. Þá þykir mér undarlegt að umsagnarhöfundur vitni í 8 ára gamalt tveggja manna tal sitt og núverandi fjármálaráðherra, þar sem fjármálaráðherra er sagður þjófkenna ríkissjóð - og enn undarlegra að tilvitnunina sé að finna orð fyrir orð í eldri umsögn sem eignuð er Gísla Jónassyni, prófasti. Milljarðar á milljarða ofan Biskupsritari vill meina að sóknargjaldið ætti að vera komið í a.m.k. 1.915 kr. á mánuði per meðlim og að það sé því aðeins helmingur af því sem það ætti að vera. Rétt er að taka fram að ólíkt öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum fær Þjóðkirkjan aukaframlag úr ríkissjóði sem jafngildir launum meira en 100 presta. Nýlega gerði ríkið samning við Þjóðkirkjuna sem kvað á um fastan stuðning til fimmtán ára, óháð því hvort það fækkaði félögum í kirkjunni. Þar er um að ræða milljarða á milljarða ofan. Það er því nánast með ólíkindum að Þjóðkirkjan finni sig í sífellu knúna til að kvarta yfir skörðum hlut sínum, sem að margra mati er alls ekki svo skarður. Þá hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan í hruninu, og viðhorf þjóðarinnar að sönnu orðið veraldlegri, skv. þeim könnunum sem gerðar hafa verið. Grotnandi kirkjur Þá er ófögrum orðum farið um ástand kirkjurýma, sem, samkvæmt biskupsritara, grotna niður í myglu og vanrækslu, vegna meintra vangoldinna sóknargjalda. „Það ætti að vera öllum ljóst, að það getur enginn hagrætt ár eftir ár í fjórtán ár til að mæta því, að tekjurnar hafi að lokum lækkað um helming eins og nú er orðið,“ ritar Pétur Markan og bætir við að slík hagræðing leiði að lokum aðeins til „niðurskurðar á mikilvægum verkefnum, vanskila og niðurníðslu fasteigna, svo eitthvað sé nefnt“. Sum myndu segja að kirkjan sé ein af þeim stofnunum samfélagsins sem hvað erfiðast eiga með breytingar, enda er það nokkuð skýrt af orðum biskupsritara, að þau eigi erfitt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Í stað þess ríghalda þau því í gamlar venjur og skella merkimiðanum „tímabundin hagræðing“ á forsendur sem þeim ætti að vera ljóst að nokkur samhljómur meðal þjóðarinnar er um að séu til frambúðar. Því ráðlegg ég Þjóðkirkjunni; „Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur, er fyrnast ekki, fjársjóð á himnum, er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt. Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.“ (Lúkas 12:33-34). Þarf Þjóðkirkjan að eiga allar þessar kirkjur? Ef að rekstur kirkna um allar jarðir er Þjóðkirkjunni ofviða, þá hlýtur svarið að vera að selja eitthvað af þeim, í stað þess að láta þær allar grotna niður í þrjósku. Ég hef komið inn í tónleikarými og skemmtistaði í Evrópu sem eru í afhelguðum kirkjum, og það hefur komið feykivel út. Þá gæti hið opinbera jafnvel keypt eitthvað af þessum eignum og gert að samkomuhúsum fyrir almenning, þar sem fólk getur hist og haldið viðburði, þvert á lífsskoðanir. Þjónustuþegar Siðmenntar eru til dæmis oft í vandræðum með staði fyrir útfarir—en veraldlegum útförum hefur verið úthýst úr rýmum Þjóðkirkjunnar—og með örlitlum breytingum gætu margar kirkjur landsins verið frábær fjölnota athafnahús fyrir fólk með alls konar lífsskoðanir. Félagsgjöld eða lífsskoðunarskattur? Þá staðhæfir biskupsritari að ekki sé um framlag ríkisins til trúfélaganna að ræða, heldur „skil ríkisins sem innheimtuaðila, á innheimtum félagsgjöldum trúfélaganna“. Hann lítur því á þessi meint helmingsaföll sem allt of rausnalega innheimtuþóknun. Viðbragðið við þessu hlýtur að teljast augljóst. Auðvitað ætti Þjóðkirkjan—og raunar öll önnur lífsskoðunarfélög, trúarleg eða veraldleg—að innheimta sín eigin félagsgjöld. Ég held það kæmi fljótt í ljós hversu frjáls þessi aðild fólks að þessum félögum sé, ef þau fengju 12.000 kr. reikning í heimabankann á ári hverju. Þá væri líka hægt að fara að stjórnarskrárbundnum mannréttindum, en þar stendur: „Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.“ Núverandi fyrirkomulag kallast náttúrulega á við þetta, þar sem ekki er hægt að segja sig frá sóknargjöldum, heldur aðeins velja að halda þeim eftir í ríkissjóði. Með því að færa innheimtu á hendur lífskoðunarfélaganna sjálfra gætu þau rukkað það sem þau telja sig eiga rétt á og um leið myndum við uppfæra félagaskrár félaganna af alvöru, eitthvað sem er löngu tímabært. Núverandi skrásetning trúfélagsaðildar er nefnilega vilholl einu ákveðnu trúfélagi vegna sögulegs samhengis, enda eru foreldrar nýfæddra barna ekki einu sinni spurðir hvort barnið eigi að vera flokkað í trúfélag við fæðingu, eður ei. Í hvað eiga peningarnir að fara? Pétur klikkir svo út á því að telja upp þau verkefni sem Þjóðkirkjan sinnir, í krafti þeirra fjárhagslegu forréttinda sem hún nýtur. „Sóknir landsins bera uppi sálgæslustarf, mannúðar og velferðarstarf, barna og æskulýðsstarf, eldriborgarastarf, messuhald, andlegt ræktarumhverfi og menningarstarf vítt í kringum landið,“ ritar biskupsritari og kallar sóknirnar „hryggjastykkið í fjölmörgum samfélögum“. Og sannarlega: Sóknirnar, í umboði Þjóðkirkjunnar, vinna gott starf um allt land. Stór hluti starfsins er þó borinn upp af prestum sem þiggja laun sín úr öðrum sjóði, óskyldum sóknargjöldum. Þessi starfsemi sem um ræðir er algjörlega frábær fyrir félaga í þessu tiltekna trúfélagi. En um leið upplifa þau sem utan Þjóðkirkjunnar standa, útskúfun og þjónustuskort. Það skiptir engu máli þó Þjóðkirkjan telji aðstoðina veitta öllum óháð aðild—það þurrkar ekki út á hvaða grundvelli aðstoðin er boðin. Og ef við viljum réttlæta himinháar greiðslur til Þjóðkirkjunnar á grundvelli sálgæslu og annarra verkefna, þá hljótum við að spyrja okkur hvort það sé sanngjarnt að fara þannig með peningana að aðeins eitt félag fái að sækja í þann sjóð. Lög um opinber innkaup leggja ríka áherslu á innkaup á verðmætum vörum og þjónustu eigi að fara í útboð. Ef við erum sammála um að sálgæsla og annað velferðarstarf sem kirkjan sinnir sé mikilvægt starf sem ríkið eigi að standa undir fjárhagslega - væri ekki bara réttast að bjóða það út? Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Siðmennt þiggur sóknargjöld á meðan sóknargjaldakerfið er við lýði, en telur að leggja ætti kerfið niður í núverandi mynd. Siðmennt mun ekki mótmæla niðurfellingu á tímabundinni hækkun sóknargjalda frá í fyrra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2022 Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Eftir fordæmalausa þolinmæði þjóðarinnar gagnvart stjórnarmyndun þingmeirihlutans hefur nú loksins litið dagsins ljós fjárlagafrumvarp ársins 2022. Fá hafa vafalaust iðað meira í skinninu eftir því að blaða í rafrænum talnarunum fjárlaga heldur en forsvarsfólks þeirra félagasamtaka sem eiga starfsemi sína að einhverju leyti undir þeim tölustöfum sem birtast svart á hvítu í frumvarpinu. Ég verð því að viðurkenna, að eftir að hafa flett upp útgjaldaliðnum sóknargjöld í frumvarpi og fylgiskjölum, hef ég verið að furða mig á þögn þjóðkirkjunnar. En nú hefur þrúgandi þögnin verið rofin, enda hefur biskupsritari nú sent inn umsögn í nafni Biskupsstofu og birt samhljóða grein um leið. Við hjá Siðmennt erum stundum sökuð um að koma litlu öðru á framfæri en gagnrýni á þjóðkirkjufyrirkomulagið, svo ég hef reynt að halda að mér höndum svona korter í Kristsmessu, en ég verð þó að brjóta odd af oflæti mínu og fá að svara grein Péturs G. Markan í örfáum orðum. Forsagan í hnotskurn Forsagan er þessi í örstuttu máli: Árið 1987 tók ríkið yfir innheimtu sóknargjalda á landsvísu en fram að því hafði það réttilega verið innheimt af Kirkjunni sjálfri. Miðað var við ákveðna upphæð og átti svo að uppfæra þá upphæð með tilliti til verðlagsbreytinga á ári hverju. Í hruninu voru forsendur brostnar og ríkið lækkaði upphæðina, sem gjarnan er framsett sem ákveðin upphæð á mánuði, per skráðan einstakling. Nú telur þjóðkirkjan sig hlunnfarna, vill að miðað sé við upphæðina frá því fyrir hrun, framreiknaða miðað við verðlag ársins í ár, og kvartar reglulega yfir þessu. Þá voru sóknargjöld hækkuð tímabundið til eins árs í fyrra, en risafélög eins og þjóðkirkjuna munar um minna; hækkunin hljóðaði upp á tugmilljónir í hverjum mánuði. Nú gerir frumvarpið ekki ráð fyrir því að hin tímabundna hækkun haldi sér og það er ástæða þess að biskupritari steytir hnefann og spyr hvort ekki sé komið nóg. Og jú, það er komið nóg Ég er heldur betur komin með nóg af því tilkalli sem þetta útvalda trúfélag telur sig hafa í íslensku þjóðfélagi. Ég er komin með nóg af tilkalli til fjármuna og nóg af tilkalli til félagslegrar stöðu, lagalegrar stöðu og forréttinda. Og í raun þykir mér biskupsritari skrifa sig sjálfur inn í þetta hlutverk freka kallsins, því greinin er útötuð í orðalagi sem sæmir ekki formlegum umsagnaskrifum biskupsritara til ríkisins, þar sem rætt er um svikin loforð, stuld á sjóðum trúfélaganna og ígildi fjárdráttar. Þá leyfir biskupsritari sér ítrekað að koma fram fyrir hönd allra trúfélaga með orðalagi sínu, í stað þess að tala fyrir sig og sitt félag. Þá þykir mér undarlegt að umsagnarhöfundur vitni í 8 ára gamalt tveggja manna tal sitt og núverandi fjármálaráðherra, þar sem fjármálaráðherra er sagður þjófkenna ríkissjóð - og enn undarlegra að tilvitnunina sé að finna orð fyrir orð í eldri umsögn sem eignuð er Gísla Jónassyni, prófasti. Milljarðar á milljarða ofan Biskupsritari vill meina að sóknargjaldið ætti að vera komið í a.m.k. 1.915 kr. á mánuði per meðlim og að það sé því aðeins helmingur af því sem það ætti að vera. Rétt er að taka fram að ólíkt öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum fær Þjóðkirkjan aukaframlag úr ríkissjóði sem jafngildir launum meira en 100 presta. Nýlega gerði ríkið samning við Þjóðkirkjuna sem kvað á um fastan stuðning til fimmtán ára, óháð því hvort það fækkaði félögum í kirkjunni. Þar er um að ræða milljarða á milljarða ofan. Það er því nánast með ólíkindum að Þjóðkirkjan finni sig í sífellu knúna til að kvarta yfir skörðum hlut sínum, sem að margra mati er alls ekki svo skarður. Þá hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan í hruninu, og viðhorf þjóðarinnar að sönnu orðið veraldlegri, skv. þeim könnunum sem gerðar hafa verið. Grotnandi kirkjur Þá er ófögrum orðum farið um ástand kirkjurýma, sem, samkvæmt biskupsritara, grotna niður í myglu og vanrækslu, vegna meintra vangoldinna sóknargjalda. „Það ætti að vera öllum ljóst, að það getur enginn hagrætt ár eftir ár í fjórtán ár til að mæta því, að tekjurnar hafi að lokum lækkað um helming eins og nú er orðið,“ ritar Pétur Markan og bætir við að slík hagræðing leiði að lokum aðeins til „niðurskurðar á mikilvægum verkefnum, vanskila og niðurníðslu fasteigna, svo eitthvað sé nefnt“. Sum myndu segja að kirkjan sé ein af þeim stofnunum samfélagsins sem hvað erfiðast eiga með breytingar, enda er það nokkuð skýrt af orðum biskupsritara, að þau eigi erfitt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Í stað þess ríghalda þau því í gamlar venjur og skella merkimiðanum „tímabundin hagræðing“ á forsendur sem þeim ætti að vera ljóst að nokkur samhljómur meðal þjóðarinnar er um að séu til frambúðar. Því ráðlegg ég Þjóðkirkjunni; „Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur, er fyrnast ekki, fjársjóð á himnum, er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt. Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.“ (Lúkas 12:33-34). Þarf Þjóðkirkjan að eiga allar þessar kirkjur? Ef að rekstur kirkna um allar jarðir er Þjóðkirkjunni ofviða, þá hlýtur svarið að vera að selja eitthvað af þeim, í stað þess að láta þær allar grotna niður í þrjósku. Ég hef komið inn í tónleikarými og skemmtistaði í Evrópu sem eru í afhelguðum kirkjum, og það hefur komið feykivel út. Þá gæti hið opinbera jafnvel keypt eitthvað af þessum eignum og gert að samkomuhúsum fyrir almenning, þar sem fólk getur hist og haldið viðburði, þvert á lífsskoðanir. Þjónustuþegar Siðmenntar eru til dæmis oft í vandræðum með staði fyrir útfarir—en veraldlegum útförum hefur verið úthýst úr rýmum Þjóðkirkjunnar—og með örlitlum breytingum gætu margar kirkjur landsins verið frábær fjölnota athafnahús fyrir fólk með alls konar lífsskoðanir. Félagsgjöld eða lífsskoðunarskattur? Þá staðhæfir biskupsritari að ekki sé um framlag ríkisins til trúfélaganna að ræða, heldur „skil ríkisins sem innheimtuaðila, á innheimtum félagsgjöldum trúfélaganna“. Hann lítur því á þessi meint helmingsaföll sem allt of rausnalega innheimtuþóknun. Viðbragðið við þessu hlýtur að teljast augljóst. Auðvitað ætti Þjóðkirkjan—og raunar öll önnur lífsskoðunarfélög, trúarleg eða veraldleg—að innheimta sín eigin félagsgjöld. Ég held það kæmi fljótt í ljós hversu frjáls þessi aðild fólks að þessum félögum sé, ef þau fengju 12.000 kr. reikning í heimabankann á ári hverju. Þá væri líka hægt að fara að stjórnarskrárbundnum mannréttindum, en þar stendur: „Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.“ Núverandi fyrirkomulag kallast náttúrulega á við þetta, þar sem ekki er hægt að segja sig frá sóknargjöldum, heldur aðeins velja að halda þeim eftir í ríkissjóði. Með því að færa innheimtu á hendur lífskoðunarfélaganna sjálfra gætu þau rukkað það sem þau telja sig eiga rétt á og um leið myndum við uppfæra félagaskrár félaganna af alvöru, eitthvað sem er löngu tímabært. Núverandi skrásetning trúfélagsaðildar er nefnilega vilholl einu ákveðnu trúfélagi vegna sögulegs samhengis, enda eru foreldrar nýfæddra barna ekki einu sinni spurðir hvort barnið eigi að vera flokkað í trúfélag við fæðingu, eður ei. Í hvað eiga peningarnir að fara? Pétur klikkir svo út á því að telja upp þau verkefni sem Þjóðkirkjan sinnir, í krafti þeirra fjárhagslegu forréttinda sem hún nýtur. „Sóknir landsins bera uppi sálgæslustarf, mannúðar og velferðarstarf, barna og æskulýðsstarf, eldriborgarastarf, messuhald, andlegt ræktarumhverfi og menningarstarf vítt í kringum landið,“ ritar biskupsritari og kallar sóknirnar „hryggjastykkið í fjölmörgum samfélögum“. Og sannarlega: Sóknirnar, í umboði Þjóðkirkjunnar, vinna gott starf um allt land. Stór hluti starfsins er þó borinn upp af prestum sem þiggja laun sín úr öðrum sjóði, óskyldum sóknargjöldum. Þessi starfsemi sem um ræðir er algjörlega frábær fyrir félaga í þessu tiltekna trúfélagi. En um leið upplifa þau sem utan Þjóðkirkjunnar standa, útskúfun og þjónustuskort. Það skiptir engu máli þó Þjóðkirkjan telji aðstoðina veitta öllum óháð aðild—það þurrkar ekki út á hvaða grundvelli aðstoðin er boðin. Og ef við viljum réttlæta himinháar greiðslur til Þjóðkirkjunnar á grundvelli sálgæslu og annarra verkefna, þá hljótum við að spyrja okkur hvort það sé sanngjarnt að fara þannig með peningana að aðeins eitt félag fái að sækja í þann sjóð. Lög um opinber innkaup leggja ríka áherslu á innkaup á verðmætum vörum og þjónustu eigi að fara í útboð. Ef við erum sammála um að sálgæsla og annað velferðarstarf sem kirkjan sinnir sé mikilvægt starf sem ríkið eigi að standa undir fjárhagslega - væri ekki bara réttast að bjóða það út? Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Siðmennt þiggur sóknargjöld á meðan sóknargjaldakerfið er við lýði, en telur að leggja ætti kerfið niður í núverandi mynd. Siðmennt mun ekki mótmæla niðurfellingu á tímabundinni hækkun sóknargjalda frá í fyrra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun