Samvinna formanns og varaformanns - sameiginlegar áskoranir Guðný Maja Riba skrifar 12. desember 2021 09:01 Af hverju ég - Mun eitthvað breytast með tilkomu minni? Já, ég treysti mér til þess að svara þessari spurningu játandi. Mig langar að sjá nýjar áherslur innan sambandsins og að ungir kennarar fái tækifæri að koma snemma að skipulagi og stjórnun, til að sýn og áherslur verði í takt við þau nýju viðmið sem þróast með endurnýjun stéttarinnar. Varaformaður þarf einnig að hafa sterka sýn og óbilandi trú á þeim verkefnum sem hann vinnur að. Hann þarf að þekkja styrkleika og veikleika menntamála á öllum skólastigum landsins, þora að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Eins þarf varaformaður að vera óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni og vera trúr sínum félagsmönnum þvert á öll skólastig – búi yfir óþreytandi elju og metnaði að gera betur. Ég get lofað því að þessum kostum er ég gædd og tel þekkingu mína og reynslu á málefnum skólanna mikla. Mikilvægt er að saman fari reynsla skólastjórnenda og kennara í forystu sambandsins. Ég tel afar mikilvægt að varaformaður hafi innsýn á þeim vanda sem kennarar standa frammi fyrir á gólfinu í sínum daglegu störfum, þekki vel þær áskoranir sem kennari tekst á við og þá fjölmörgu þætti sem við kennarar þurfum að leysa úr á hverjum degi. Geti leitt þá umræðu um þær bjargir sem þarf til að spyrna við því gríðarlegu álagi sem margir kennara þurfa að starfa við. Vissulega gætu margir hugsað að vænlegast sé að varaformaður sé af öðru skólastigi en grunnskóla því að ný kjörin formaður kemur úr grunnskólanum. Það er ekki síður mikilvægt að varaformaður geti unnið náið með formanni og sé framsækin og láti verkin tala – standi á sínu og hafi háleit markmið fyrir alla félagsmenn Kennarasambands Íslands. Ef varaformaður býr yfir þessum eiginleikum skiptir ekki máli af hvaða skólastigi hann kemur. Ég get fullvissað ykkur um að ég bý yfir þessum eiginleikum. Ég hef það sem þarf til að leiða öfluga fylkingu ásamt nýjum formanni - ég treysti mér að vinna í þágu allra félagsmanna og tala máli allra – alltaf, alla daga! Ég heiti því að leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Guðný Maja Riba Höfundur sækist eftir að verða varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju ég - Mun eitthvað breytast með tilkomu minni? Já, ég treysti mér til þess að svara þessari spurningu játandi. Mig langar að sjá nýjar áherslur innan sambandsins og að ungir kennarar fái tækifæri að koma snemma að skipulagi og stjórnun, til að sýn og áherslur verði í takt við þau nýju viðmið sem þróast með endurnýjun stéttarinnar. Varaformaður þarf einnig að hafa sterka sýn og óbilandi trú á þeim verkefnum sem hann vinnur að. Hann þarf að þekkja styrkleika og veikleika menntamála á öllum skólastigum landsins, þora að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Eins þarf varaformaður að vera óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni og vera trúr sínum félagsmönnum þvert á öll skólastig – búi yfir óþreytandi elju og metnaði að gera betur. Ég get lofað því að þessum kostum er ég gædd og tel þekkingu mína og reynslu á málefnum skólanna mikla. Mikilvægt er að saman fari reynsla skólastjórnenda og kennara í forystu sambandsins. Ég tel afar mikilvægt að varaformaður hafi innsýn á þeim vanda sem kennarar standa frammi fyrir á gólfinu í sínum daglegu störfum, þekki vel þær áskoranir sem kennari tekst á við og þá fjölmörgu þætti sem við kennarar þurfum að leysa úr á hverjum degi. Geti leitt þá umræðu um þær bjargir sem þarf til að spyrna við því gríðarlegu álagi sem margir kennara þurfa að starfa við. Vissulega gætu margir hugsað að vænlegast sé að varaformaður sé af öðru skólastigi en grunnskóla því að ný kjörin formaður kemur úr grunnskólanum. Það er ekki síður mikilvægt að varaformaður geti unnið náið með formanni og sé framsækin og láti verkin tala – standi á sínu og hafi háleit markmið fyrir alla félagsmenn Kennarasambands Íslands. Ef varaformaður býr yfir þessum eiginleikum skiptir ekki máli af hvaða skólastigi hann kemur. Ég get fullvissað ykkur um að ég bý yfir þessum eiginleikum. Ég hef það sem þarf til að leiða öfluga fylkingu ásamt nýjum formanni - ég treysti mér að vinna í þágu allra félagsmanna og tala máli allra – alltaf, alla daga! Ég heiti því að leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Guðný Maja Riba Höfundur sækist eftir að verða varaformaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar